SOS Barnaþorp byggja barnvæn svæði á Filippseyjum Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2013 11:31 Mynd/SOS Barnaþorp SOS Barnaþorp hófu byggingu barnvænna svæða, strax eftir fellibylinn í Filippseyjum og eru nú átta slík svæði starfrækt í borginni Tacloban og úthverfum. Um leið og fyrsta svæðið var opnað fylltist það af börnum, þar sem þau geta leikið sér við önnur börn, fengið að borða og gleymt hörmungunum sem riðu yfir. Nokkrum klukkustundum eftir fellibylinn hófu sjálfboðaliðar SOS Barnaþorpa störf í Tacloban og úthverfi. „Þegar við gengum um moldugar götur borgarinnar sáum við fjölda barna leita sér hjálpar. Þau héldu á skiltum sem á stóð „hjálp“ og „fjölskyldunni vantar mat.“ Við fundum þá mjög vonda lykt, sem reyndist vera nálykt,“ rifjar, Edwin Ponve, einn sjálfboðaliðanna upp, en hann er félagsráðgjafi. Fjöldi barna var viðskilin foreldra sína í fellibylnum. Starfsmenn SOS leggja áherslu á að sameina þau börn fjölskyldum sínum. Einnig eru fjöldi barna á Tacloban svæðinu sem eru enn með fjölskyldum sínum en hafa misst heimili sín og búa því á götunni eða í neyðarskýlum. Edwin segir nauðsynlegt að hjálpa þessum börnum og starfsfólk SOS geri allt í sínu valdi til þess að leyfa börnunum að njóta æskunnar þrátt fyrir slæmar aðstæður. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Markmið okkar var að börnin fyndu til öryggis og hefðu stað til að leika sér á og vera áhyggjulaus. Við þurftum að hugsa hratt og ganga strax til verka,“ sagði Edwin. „Við vildum búa til barnvæn svæði. En til þess þurftum við leikföng, leiktæki og ýmislegt annað. Eftir hamfarirnar var allt í SOS Barnaþorpinu í Tacloban ónýtt en við fundum þó eitthvað af leikföngum sem voru heil. Þau voru þrifin og nýttust vel,“ segir Edwin. „Þegar fyrsta barnvæna svæðið var komið upp þurftum við að auglýsa það. Orðið var ekki lengi að berast og börnin byrjuðu að streyma til okkar. Foreldrarnir eru svo ánægðir með að geta sent börnin sín á öruggan stað þar sem þau geta gleymt hörmungunum í smá stund. Það er frábært að horfa á andlit barnanna þegar þau skemmta sér. Við fengum einnig nokkur ungbörn í heimsókn sem fá nóg af knúsum og brosum,“ segir Edwin. Hann segir barnvænu svæðin ekki síður vera mikilvæg fyrir foreldrana. „Eftir svona hamfarir þurfa fjölskyldur að byggja líf sitt upp á nýtt. Til þess að geta gert það þurfa foreldrarnir að fá smá tíma fyrir sig á meðan börnin eru annars staðar. Barnvænu svæðin okkar gera foreldrunum kleift að skilja við börnin í smá tíma á meðan þau sinna erindum.“ Þeir sem vilja styrkja SOS Barnaþorp geta smellt hér. Hér að neðan er hægt að sjá kynningu að barnvænum svæðum SOS Barnaþorpa í Tacloban. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
SOS Barnaþorp hófu byggingu barnvænna svæða, strax eftir fellibylinn í Filippseyjum og eru nú átta slík svæði starfrækt í borginni Tacloban og úthverfum. Um leið og fyrsta svæðið var opnað fylltist það af börnum, þar sem þau geta leikið sér við önnur börn, fengið að borða og gleymt hörmungunum sem riðu yfir. Nokkrum klukkustundum eftir fellibylinn hófu sjálfboðaliðar SOS Barnaþorpa störf í Tacloban og úthverfi. „Þegar við gengum um moldugar götur borgarinnar sáum við fjölda barna leita sér hjálpar. Þau héldu á skiltum sem á stóð „hjálp“ og „fjölskyldunni vantar mat.“ Við fundum þá mjög vonda lykt, sem reyndist vera nálykt,“ rifjar, Edwin Ponve, einn sjálfboðaliðanna upp, en hann er félagsráðgjafi. Fjöldi barna var viðskilin foreldra sína í fellibylnum. Starfsmenn SOS leggja áherslu á að sameina þau börn fjölskyldum sínum. Einnig eru fjöldi barna á Tacloban svæðinu sem eru enn með fjölskyldum sínum en hafa misst heimili sín og búa því á götunni eða í neyðarskýlum. Edwin segir nauðsynlegt að hjálpa þessum börnum og starfsfólk SOS geri allt í sínu valdi til þess að leyfa börnunum að njóta æskunnar þrátt fyrir slæmar aðstæður. „Við þurftum að bregðast fljótt við. Markmið okkar var að börnin fyndu til öryggis og hefðu stað til að leika sér á og vera áhyggjulaus. Við þurftum að hugsa hratt og ganga strax til verka,“ sagði Edwin. „Við vildum búa til barnvæn svæði. En til þess þurftum við leikföng, leiktæki og ýmislegt annað. Eftir hamfarirnar var allt í SOS Barnaþorpinu í Tacloban ónýtt en við fundum þó eitthvað af leikföngum sem voru heil. Þau voru þrifin og nýttust vel,“ segir Edwin. „Þegar fyrsta barnvæna svæðið var komið upp þurftum við að auglýsa það. Orðið var ekki lengi að berast og börnin byrjuðu að streyma til okkar. Foreldrarnir eru svo ánægðir með að geta sent börnin sín á öruggan stað þar sem þau geta gleymt hörmungunum í smá stund. Það er frábært að horfa á andlit barnanna þegar þau skemmta sér. Við fengum einnig nokkur ungbörn í heimsókn sem fá nóg af knúsum og brosum,“ segir Edwin. Hann segir barnvænu svæðin ekki síður vera mikilvæg fyrir foreldrana. „Eftir svona hamfarir þurfa fjölskyldur að byggja líf sitt upp á nýtt. Til þess að geta gert það þurfa foreldrarnir að fá smá tíma fyrir sig á meðan börnin eru annars staðar. Barnvænu svæðin okkar gera foreldrunum kleift að skilja við börnin í smá tíma á meðan þau sinna erindum.“ Þeir sem vilja styrkja SOS Barnaþorp geta smellt hér. Hér að neðan er hægt að sjá kynningu að barnvænum svæðum SOS Barnaþorpa í Tacloban.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira