Innlent

Konudekkin seljast vel

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérstök konudekk eru til sölu hér á landi og segir sölumaður þeirra að dekkin séu góð, rétt eins og konur eru.

Dekk eru ekki bara dekk. Þau skipta miklu máli þegar kemur að öryggi í akstri og vilja sumir sérfræðingar líkja þeim við tækniundur. Þegar talað er um háhælaða skó, varagloss og brjóstahaldara dettur fólki yfirleitt konur í hug en þegar umræðan beinist að dekkjum er frekar hugsað um bíla og olíusmurða karlmenn.

Hægt er að fá dekk hér á landi sem eru sérstaklega hönnuð með konur í huga. Piero Segata, framkvæmdastjóri Pústþjónustu BJB, sem selur hin svokölluðu konudekk frá Wrederstein segir þau seljast vel og reyndar ekki bara til kvenna. „Þau virka á allar árstíðir og það er kannski ekki skemmtilegasta iðja kvenna að fara á dekkjarverkstæði og þar af leiðandi er verið að búa til dekk sem getur uppfyllt öll skilyrði.“ Dekkin eru einnig léttari en önnur dekk og segir Piero þau mjög góð, alveg eins og konur eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×