Rætt við íslensku hetjurnar: "Við vorum bara að reyna að bjarga þessu fólki" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. desember 2013 20:00 Tveir íslenskir félagar sem björguðu rúmenskri fjölskyldu úr brennandi húsi í Árósum í morgun, viðurkenna að hafa verið dauðhræddir þegar þeir óðu inn í eldinn. Þeir hugsuðu samt lítið um það og björguðu út tveimur drengjum og ungri konu með barn. Annar þeirra hefur áður bjargað mannslífum. Gunnar Þór Nilsen var nýkominn heim eftir að hafa skutlað dóttur sinni í skólann þegar hann sá að kviknað var í nærliggjandi íbúð. Hann hringdi í 112 og vakti félaga sinn. „Ég var vakinn dálítið harkalega. Fyrst hélt ég að það væri kviknað í hjá okkur en það var nú ekki þannig svo við hlupum bara út og aðstoðuðum þau. Það var einn kominn hálfur út um glugga á annarri hæð og svo var þarna stúlka sem hljóp í hringi inni hjá sér. Þetta var mikið kaosástand,“ segir Friðrik Elís Ásmundsson. Einn íbúinn hafði komið sér út á verönd og sleiktu eldtungurnar hann. Maðurinn sagði fleiri í íbúðinni og fóru þeir Gunnar og Friðrik inn og mættu konu með lítið barn í fanginu. Þeim tókst að hjálpa þeim ásamt tveimur drengjum út og aðstoðuðu svo fólk í nærliggjandi íbúðum. Fólkið hlaut ekki alvarlegan skaða. Íslensku hetjurnar óðu beint inn í eldinn; en þeir félagar viðurkenna að hafa verið hræddir. „Ég var bara titrandi; það var adrenalín og allt í gangi. Við vorum bara að reyna að bjarga þessu fólki og pældum ekkert mikið í hættunni þótt það rigndi einhverju plasti sem var að bráðna yfir okkur og spryngju einhverjar rúður og svona, maður var bara ekkert að pæla í því,“ segir Gunnar. Hann hefur áður bjargað mannslífum. „Ég hef tvisvar komið að bílslysum, einu sinni dregið mann út úr brennandi bílflaki og í annað sinn, fyrir nokkrum árum síðan, var vörubíll að reyna að taka fram úr og lenti framan á litlum bíl. Það voru tveir bræður í þeim bíl og annar þeirra var mjög illa farinn. Ég náði að hreinsa tennur upp úr hálsinum á honum.“ Segðu mér satt Gunnar, ertu í Súpermanbúning undir fötunum? „Nei, ég get nú ekki sagt það, ég er meira svona Batman. Nei nei, ég er bara pínu loðinn,“ segir Gunnar að lokum og það er létt yfir honum þrátt fyrir atburði dagsins. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við þá félaga og myndir frá vettvangi í morgun. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Tveir íslenskir félagar sem björguðu rúmenskri fjölskyldu úr brennandi húsi í Árósum í morgun, viðurkenna að hafa verið dauðhræddir þegar þeir óðu inn í eldinn. Þeir hugsuðu samt lítið um það og björguðu út tveimur drengjum og ungri konu með barn. Annar þeirra hefur áður bjargað mannslífum. Gunnar Þór Nilsen var nýkominn heim eftir að hafa skutlað dóttur sinni í skólann þegar hann sá að kviknað var í nærliggjandi íbúð. Hann hringdi í 112 og vakti félaga sinn. „Ég var vakinn dálítið harkalega. Fyrst hélt ég að það væri kviknað í hjá okkur en það var nú ekki þannig svo við hlupum bara út og aðstoðuðum þau. Það var einn kominn hálfur út um glugga á annarri hæð og svo var þarna stúlka sem hljóp í hringi inni hjá sér. Þetta var mikið kaosástand,“ segir Friðrik Elís Ásmundsson. Einn íbúinn hafði komið sér út á verönd og sleiktu eldtungurnar hann. Maðurinn sagði fleiri í íbúðinni og fóru þeir Gunnar og Friðrik inn og mættu konu með lítið barn í fanginu. Þeim tókst að hjálpa þeim ásamt tveimur drengjum út og aðstoðuðu svo fólk í nærliggjandi íbúðum. Fólkið hlaut ekki alvarlegan skaða. Íslensku hetjurnar óðu beint inn í eldinn; en þeir félagar viðurkenna að hafa verið hræddir. „Ég var bara titrandi; það var adrenalín og allt í gangi. Við vorum bara að reyna að bjarga þessu fólki og pældum ekkert mikið í hættunni þótt það rigndi einhverju plasti sem var að bráðna yfir okkur og spryngju einhverjar rúður og svona, maður var bara ekkert að pæla í því,“ segir Gunnar. Hann hefur áður bjargað mannslífum. „Ég hef tvisvar komið að bílslysum, einu sinni dregið mann út úr brennandi bílflaki og í annað sinn, fyrir nokkrum árum síðan, var vörubíll að reyna að taka fram úr og lenti framan á litlum bíl. Það voru tveir bræður í þeim bíl og annar þeirra var mjög illa farinn. Ég náði að hreinsa tennur upp úr hálsinum á honum.“ Segðu mér satt Gunnar, ertu í Súpermanbúning undir fötunum? „Nei, ég get nú ekki sagt það, ég er meira svona Batman. Nei nei, ég er bara pínu loðinn,“ segir Gunnar að lokum og það er létt yfir honum þrátt fyrir atburði dagsins. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá viðtal við þá félaga og myndir frá vettvangi í morgun.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira