"Auðvelt að stunda vörumerkjastuld" Hrund Þórsdóttir skrifar 19. desember 2013 20:00 Í síðustu viku fjölluðum við um að íslenskri hönnun væri í auknum mæli stolið og að stór erlend fyrirtæki hefðu jafnvel verið stofnuð í kringum slíka þjófnaði. „Það var auðvitað mjög sláandi þegar við lentum í þessu og bara eitthvað sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur, að hönnun sem hefði orðið til hér á Íslandi gæti orðið að fyritæki annars staðar,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, vöruhönnuður og einn eigenda Víkur Prjónsdóttur. Stórt bandarískt fyrirtæki blómstrar nú í kringum sölu á hönnun fyrirtækisins, svokallaðri skegghúfu. Eigendur Víkur Prjónsdóttur gátu rakið hvar hönnunarþjófarnir höfðu keypt vöru þeirra og höfðu samband við þá. „Þeir höfðu enga samvisku gagnvart þessu, þeim fannst þetta mjög eðlilegt,“ segir Guðfinna. Fyrirtækið Ígló&Indí hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum sem græða á hönnun þess í gegnum netsíður í Asíu, þar sem nákvæmar eftirlíkingar eru seldar og jafnvel í nafni fyrirtækisins. Erfitt er að hönnunarverja hverja einustu flík og því leggja Ígló&Indí áherslu á að íslenskir hönnuðir verji sjálf vörumerkin. „Með þeirri nútímavæðingu sem rafrænir miðlar eru, er gríðarlega auðvelt að stunda vörumerkjastuld og það sem við höfum lent í er að aðilar á Asíumarkaði hafa stolið markaðsefninu okkar,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló&Indí. Guðrún Tinna segir það hafa verið mikið áfall að uppgötva hönnunarstuld í fyrsta skipti og er nýjasta vandamálið að markaðsefni frá fyrirtækinu er stolið og það selt beint til þriðja aðila. „Við erum með samstarfsaðila á Íslandi og erlendis sem fylgjast með þessu og í öllum þessum tilvikum sem við höfum lent í þessu höfum við haft samband við þessa aðila úti í heimi og komið í veg fyrir að þeir haldi áfram þessum viðskiptaháttum. Það skiptir mestu máli,“ segir Guðrún Tinna. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Í síðustu viku fjölluðum við um að íslenskri hönnun væri í auknum mæli stolið og að stór erlend fyrirtæki hefðu jafnvel verið stofnuð í kringum slíka þjófnaði. „Það var auðvitað mjög sláandi þegar við lentum í þessu og bara eitthvað sem við hefðum aldrei getað ímyndað okkur, að hönnun sem hefði orðið til hér á Íslandi gæti orðið að fyritæki annars staðar,“ segir Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, vöruhönnuður og einn eigenda Víkur Prjónsdóttur. Stórt bandarískt fyrirtæki blómstrar nú í kringum sölu á hönnun fyrirtækisins, svokallaðri skegghúfu. Eigendur Víkur Prjónsdóttur gátu rakið hvar hönnunarþjófarnir höfðu keypt vöru þeirra og höfðu samband við þá. „Þeir höfðu enga samvisku gagnvart þessu, þeim fannst þetta mjög eðlilegt,“ segir Guðfinna. Fyrirtækið Ígló&Indí hefur orðið fyrir barðinu á óprúttnum þjófum sem græða á hönnun þess í gegnum netsíður í Asíu, þar sem nákvæmar eftirlíkingar eru seldar og jafnvel í nafni fyrirtækisins. Erfitt er að hönnunarverja hverja einustu flík og því leggja Ígló&Indí áherslu á að íslenskir hönnuðir verji sjálf vörumerkin. „Með þeirri nútímavæðingu sem rafrænir miðlar eru, er gríðarlega auðvelt að stunda vörumerkjastuld og það sem við höfum lent í er að aðilar á Asíumarkaði hafa stolið markaðsefninu okkar,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló&Indí. Guðrún Tinna segir það hafa verið mikið áfall að uppgötva hönnunarstuld í fyrsta skipti og er nýjasta vandamálið að markaðsefni frá fyrirtækinu er stolið og það selt beint til þriðja aðila. „Við erum með samstarfsaðila á Íslandi og erlendis sem fylgjast með þessu og í öllum þessum tilvikum sem við höfum lent í þessu höfum við haft samband við þessa aðila úti í heimi og komið í veg fyrir að þeir haldi áfram þessum viðskiptaháttum. Það skiptir mestu máli,“ segir Guðrún Tinna.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira