Lífið

Chuck Norris toppar Van Damme

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nú hefur Chuck Norris toppað Jean-Claude Van Damme í nýrri auglýsingu.

Á dögunum fékk bílaframleiðandinn Volvo Jean-Claude Van Damme til að leika í auglýsingu en þar sést leikarinn standa á hliðarspeglum tveggja vöruflutningabíla sem keyra aftur á bak. Bílarnir færast svo frá hvor öðrum, og Van Damme endar í spíkat.

Ungverska kvikmyndafyrirtækið Delov Digital hefur nú birt nýja auglýsingu en þar sést þegar Norris fer í spíkat á milli tveggja flugvéla, og ofan á allt saman er hann með heila hersveit ofan á hausnum á sér.

Hér að neðan má sjá auglýsinguna í heild sinni.    








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.