Innlent

Gunnar Birgisson gefur ekki kost á sér

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Birgisson
Gunnar Birgisson mynd / stefán
Gunnar Ingi Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs, gefur ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Frestur til að skila inn framboði vegna prófkjörs Sjálfstæðismanna í Kópavogi rann út klukkan 18 í dag.

Gunnar Birgisson tilkynnti ekki framboð en fréttastofa RÚV greindi frá þessu í kvöld.

Gunnar hefur verið leiðandi í stjórnmálum í Kópavogi undanfarna tvo árartugi. Hann var formaður bæjarráðs í Kópavogi á árunum 1990-2005. Gunnar var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árinu 1999-2006.

Hér að neðan má sjá þá átján sem gefa kost á sér:

Aðalsteinn Jónsson

Andri Steinn Hilmarsson

Anný Berglind Thorstensen

Ármann Kr. Ólafsson

Ása Inga Þorsteinsdóttir

Áslaug Telma Einarsdóttir

Guðmundur Gísli Geirdal

Gunnlaugur Snær Ólafsson

Hjördís Ýr Johnsen

Jóhann Ísberg

Jón Finnbogason

Karen Elísabet Halldórsdóttir

Kjartan Sigurgeirsson

Lárus Axel Sigurjónsson

Margrét Björnsdóttir

Margrét Friðriksdóttir,

Sigurður Sigurbjörnsson

Þóra Margrét Þórarinsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×