Innlent

Sjávarútvegsráðherra heimilaði frjálsar síldveiðar í Kolgrafafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sjávarútvegsráðherra heimilaði tafarlaut í dag frjálsar síldveiðar fyrir innan brú í Kolgrafafirði eftir að trillusjómaður greindi frá því á Bylgjunni að þar væri allt orðið fullt af síld.

„Ég hef ákveðið að heimila frjálsar veiðar smábáta fyrir innan brú,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, í viðtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann á Stöð 2.

„Þetta geri í auðvita í þeim tilgangi að bjarga verðmætum ef ske kynni að síldin fari að drepast með sama hætti og hún gerði í fyrra. Það veit auðvitað enginn hvað gerist og við þurfum að vega það og meta á hverjum tíma.“

Hér að ofan má sjá frétt Heimis Má sem birtist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×