Lífið

Ný plata Leu Michele heitir LOUDER

Lea Michele
Lea Michele AFP/NordicPhotos
Lea Michele, úr sjónvarpsþættinum Glee, sagði frá því á Twitter í dag að nýja platan hennar komi til með að heita LOUDER!

Fyrsta smáskífan af plötunni ber heitið Cannonball.

Leikkonan lét fylgja mynd af plötuumslaginu, sem er svört-hvít mynd af henni.

Michele er 27 ára gömul og platan er sú fyrsta frá henni komin.

Á plötunni verður einnig að finna lag sem hún samdi um Cory Monteith, kærasta sinn, en hann lést úr of stórum skammti eiturlyfja á hótelherbergi í Kanada fyrr á árinu. Lagið heitir You're Mine.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.