„Ef menn fara ekki eftir settum reglum, þá skapa þeir hættu" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. nóvember 2013 20:00 Eins og fram kom á Vísi lenti ung kona, Elín Þórdís Gísladóttir, í því á Kringlumýrarbraut í gær að fá grjóthnullung af vörubíl á framrúðu bifreiðar sinnar. Höggið var svo mikið að rúðan brotnaði í gegn svo glerbrot og flísar þeyttust um bifreiðina, en í bílnum var einnig 16 mánaða dóttir Elínar. Elín segir að vörubíllinn hafi ekið með mikið af sandi og grjóti og ekki hafi verið breitt yfir farminn. Ljóst er að þær mæðgur eru heppnar að hafa sloppið ómeiddar en atvikið er ekki einsdæmi og í dag hafa fréttastofu borist ábendingar um fleiri slys og óhöpp vegna illa frágenginna farma á vörubílum. Í umferðarlögum segir að flytja skuli farm þannig að hann hafi ekki í för með sér hættu fyrir menn eða geti valdið tjóni á munum. Þá segir í reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms að skorða skuli farm ökutækis tryggilega og festa við ökutækið, svo hann byrgi ekki sýn ökumanns eða hætta sé á að hann hreyfist til eða falli af ökutækinu og valdi tjóni. Þar segir einnig að farmur sem fallið geti af ökutæki, skuli bundinn, t.d. með yfirbreiðslu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir reglurnar skýrar og að ætla megi að í tilfelli Elínar hafi ekki verið farið eftir þeim. „Samgöngustofa lítur auðvitað á það alvarlegum augum ef bílstjórar fara ekki eftir gildandi reglum vegna þess að þær eru settar sérstaklega til þess að reyna að koma í veg fyrir tjón og tryggja öryggi vegfarenda. Þannig að ef menn fara ekki eftir settum reglum, þá skapa þeir hættu,“ segir Þórhildur. Hún segir viðurlög til staðar við brotum af þessu tagi. „Brot á þessum reglum geta valdið sektum eða annarri refsingu, það fer eftir alvarleika mála og öðrum forsendum,“ bendir hún á. Hver eru þín skilaboð til ökumanna sem eru að keyra um með stór hlöss? „Farið eftir reglum, þær eru settar með öryggi okkar allra í huga,“ segir Þórhildur að lokum. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi lenti ung kona, Elín Þórdís Gísladóttir, í því á Kringlumýrarbraut í gær að fá grjóthnullung af vörubíl á framrúðu bifreiðar sinnar. Höggið var svo mikið að rúðan brotnaði í gegn svo glerbrot og flísar þeyttust um bifreiðina, en í bílnum var einnig 16 mánaða dóttir Elínar. Elín segir að vörubíllinn hafi ekið með mikið af sandi og grjóti og ekki hafi verið breitt yfir farminn. Ljóst er að þær mæðgur eru heppnar að hafa sloppið ómeiddar en atvikið er ekki einsdæmi og í dag hafa fréttastofu borist ábendingar um fleiri slys og óhöpp vegna illa frágenginna farma á vörubílum. Í umferðarlögum segir að flytja skuli farm þannig að hann hafi ekki í för með sér hættu fyrir menn eða geti valdið tjóni á munum. Þá segir í reglugerð um hleðslu, frágang og merkingu farms að skorða skuli farm ökutækis tryggilega og festa við ökutækið, svo hann byrgi ekki sýn ökumanns eða hætta sé á að hann hreyfist til eða falli af ökutækinu og valdi tjóni. Þar segir einnig að farmur sem fallið geti af ökutæki, skuli bundinn, t.d. með yfirbreiðslu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir reglurnar skýrar og að ætla megi að í tilfelli Elínar hafi ekki verið farið eftir þeim. „Samgöngustofa lítur auðvitað á það alvarlegum augum ef bílstjórar fara ekki eftir gildandi reglum vegna þess að þær eru settar sérstaklega til þess að reyna að koma í veg fyrir tjón og tryggja öryggi vegfarenda. Þannig að ef menn fara ekki eftir settum reglum, þá skapa þeir hættu,“ segir Þórhildur. Hún segir viðurlög til staðar við brotum af þessu tagi. „Brot á þessum reglum geta valdið sektum eða annarri refsingu, það fer eftir alvarleika mála og öðrum forsendum,“ bendir hún á. Hver eru þín skilaboð til ökumanna sem eru að keyra um með stór hlöss? „Farið eftir reglum, þær eru settar með öryggi okkar allra í huga,“ segir Þórhildur að lokum.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira