Innlent

Mikill snjór í Keflavík

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Snjó tók að kyngja niður í Reykjanesbæ upp úr miðnætti og kallaði lögreglan út björgunarsveitir í nótt, til að aðstoða ökumenn í föstum bílum um allan bæinn.

Snjóinn hefur víða skafið í skafla og er nánast ófært í sumum hverfum bæjarins. Snjóruðningsmenn voru einnig kallaðir út í nótt til að ryðja helstu leiðir í bænum svo strætisvagnar komist leiðar sinnar í morgunsárið.

Einn bíll hafnaði utan vegar, en í honum var meðal annars kona, sem var á leið á sjúkrahúsið til að ala barn. Henni var komið til hjálpar og komst hún á sjúkrahúsið í tæka tíð.

Að öðru leyti hafa ekki orðið alvarleg óhöpp eða slys. Ekki hafa orðið truflanir á millilandaflugi um Keflavíkurflugvöll þrátt fyrir snjókomuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×