Ódýrar og góðar íbúðir Björn Jón Bragason skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtist áhugaverð grein eftir Stefán heitinn Ingólfsson verkfræðing í tímaritinu Arkítektúr og skipulagi. Þar benti hann á að íbúðarhúsnæði hér á landi hefði hækkað árlega um 1–3 % umfram almennar verðhækkanir allt frá árinu 1950. Stórkostleg vélvæðing og önnur bætt tækni við framleiðslu hefði með réttu átt að leiða til lægra kostnaðar, en reyndin varð allt önnur. Hinn aukni kostnaður verður umfram allt skýrður með upphafsgjöldum sveitarfélaga og tilbúnum lóðaskorti. Þegar átak var gert í malbikun gatna í Reykjavík var lagt á tímabundið gatnagerðargjald. En líkt og aðrir tímabundnir skattar var það gjald aldrei afnumið. Síðan þá hafa verið fundnir upp alls kyns nýir skattar sem leggjast á nýbyggingar og heita nöfnum eins og byggingarréttargjald, byggingarleyfisgjald, tengigjald og úttektargjald. Upphafsgjöldin hafa margfaldast og í ofanálag hefur Reykjavíkurborg búið til lóðaskort, sem hefur ýtt undir þennslu á húsnæðismarkaði. Það eitt að búa við lóðaskort er fráleitt í jafnstóru og strjálbýlu landi. Tilbúinn lóðaskortur sveitarfélaga hefur síðan leitt til þess að byggingarfyrirtæki þurfa ekki að keppa að ráði um kaupendur og hafa getað selt íbúðir á hærra verði en ella. Byggingarfyrirtæki skortir því hvata til hagræðingar, líkt og Stefán Ingólfsson benti á í áðurnefndri tímaritsgrein.Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Sú þróun sem Stefán Ingólfsson lýsti á sínum tíma hefur í reynd ágerst, sér í lagi á seinustu árum. Afleiðingin er sú að stór hluti ungs fólks sér ekki fram á geta nokkurn tímann eignast íbúð sem mætir þörfum þeirra og væntingum nema binda sig á næsta óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda. Í umræðum um lífsgæði er gjarnan einblínt á kaup og kjör en þar kemur miklu fleira til. Ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði er grundvallarþáttur í velsæld borgaranna og ein af frumskyldum opinberra aðila að skapa skilyrði til að svo megi verða. Verði ekkert að gert til að auka lóðaframboð eða draga úr upphafsgjöldum á íbúðarhúsnæði mun stór hluti ungs fólks flytja til annarra landa, þar sem lífsgæði eru betri. Verkefni dagsins er að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir íbúðabyggð. Til að mynda Úlfarsárdal og Geldinganes og lækka til mikilla muna eða hreinlega fella niður upphafsgjöld á nýbyggingar og dreifa þeim á lengri tíma. Stjórnmálamenn eiga að skapa umhverfi þar sem draumar og þrár fólks geta ræst. Ódýrar og góðar íbúðir við hæfi eru þar lykilatriði.Höfundur sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðsmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtist áhugaverð grein eftir Stefán heitinn Ingólfsson verkfræðing í tímaritinu Arkítektúr og skipulagi. Þar benti hann á að íbúðarhúsnæði hér á landi hefði hækkað árlega um 1–3 % umfram almennar verðhækkanir allt frá árinu 1950. Stórkostleg vélvæðing og önnur bætt tækni við framleiðslu hefði með réttu átt að leiða til lægra kostnaðar, en reyndin varð allt önnur. Hinn aukni kostnaður verður umfram allt skýrður með upphafsgjöldum sveitarfélaga og tilbúnum lóðaskorti. Þegar átak var gert í malbikun gatna í Reykjavík var lagt á tímabundið gatnagerðargjald. En líkt og aðrir tímabundnir skattar var það gjald aldrei afnumið. Síðan þá hafa verið fundnir upp alls kyns nýir skattar sem leggjast á nýbyggingar og heita nöfnum eins og byggingarréttargjald, byggingarleyfisgjald, tengigjald og úttektargjald. Upphafsgjöldin hafa margfaldast og í ofanálag hefur Reykjavíkurborg búið til lóðaskort, sem hefur ýtt undir þennslu á húsnæðismarkaði. Það eitt að búa við lóðaskort er fráleitt í jafnstóru og strjálbýlu landi. Tilbúinn lóðaskortur sveitarfélaga hefur síðan leitt til þess að byggingarfyrirtæki þurfa ekki að keppa að ráði um kaupendur og hafa getað selt íbúðir á hærra verði en ella. Byggingarfyrirtæki skortir því hvata til hagræðingar, líkt og Stefán Ingólfsson benti á í áðurnefndri tímaritsgrein.Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Sú þróun sem Stefán Ingólfsson lýsti á sínum tíma hefur í reynd ágerst, sér í lagi á seinustu árum. Afleiðingin er sú að stór hluti ungs fólks sér ekki fram á geta nokkurn tímann eignast íbúð sem mætir þörfum þeirra og væntingum nema binda sig á næsta óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda. Í umræðum um lífsgæði er gjarnan einblínt á kaup og kjör en þar kemur miklu fleira til. Ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði er grundvallarþáttur í velsæld borgaranna og ein af frumskyldum opinberra aðila að skapa skilyrði til að svo megi verða. Verði ekkert að gert til að auka lóðaframboð eða draga úr upphafsgjöldum á íbúðarhúsnæði mun stór hluti ungs fólks flytja til annarra landa, þar sem lífsgæði eru betri. Verkefni dagsins er að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir íbúðabyggð. Til að mynda Úlfarsárdal og Geldinganes og lækka til mikilla muna eða hreinlega fella niður upphafsgjöld á nýbyggingar og dreifa þeim á lengri tíma. Stjórnmálamenn eiga að skapa umhverfi þar sem draumar og þrár fólks geta ræst. Ódýrar og góðar íbúðir við hæfi eru þar lykilatriði.Höfundur sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðsmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun