Ódýrar og góðar íbúðir Björn Jón Bragason skrifar 6. nóvember 2013 07:00 Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtist áhugaverð grein eftir Stefán heitinn Ingólfsson verkfræðing í tímaritinu Arkítektúr og skipulagi. Þar benti hann á að íbúðarhúsnæði hér á landi hefði hækkað árlega um 1–3 % umfram almennar verðhækkanir allt frá árinu 1950. Stórkostleg vélvæðing og önnur bætt tækni við framleiðslu hefði með réttu átt að leiða til lægra kostnaðar, en reyndin varð allt önnur. Hinn aukni kostnaður verður umfram allt skýrður með upphafsgjöldum sveitarfélaga og tilbúnum lóðaskorti. Þegar átak var gert í malbikun gatna í Reykjavík var lagt á tímabundið gatnagerðargjald. En líkt og aðrir tímabundnir skattar var það gjald aldrei afnumið. Síðan þá hafa verið fundnir upp alls kyns nýir skattar sem leggjast á nýbyggingar og heita nöfnum eins og byggingarréttargjald, byggingarleyfisgjald, tengigjald og úttektargjald. Upphafsgjöldin hafa margfaldast og í ofanálag hefur Reykjavíkurborg búið til lóðaskort, sem hefur ýtt undir þennslu á húsnæðismarkaði. Það eitt að búa við lóðaskort er fráleitt í jafnstóru og strjálbýlu landi. Tilbúinn lóðaskortur sveitarfélaga hefur síðan leitt til þess að byggingarfyrirtæki þurfa ekki að keppa að ráði um kaupendur og hafa getað selt íbúðir á hærra verði en ella. Byggingarfyrirtæki skortir því hvata til hagræðingar, líkt og Stefán Ingólfsson benti á í áðurnefndri tímaritsgrein.Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Sú þróun sem Stefán Ingólfsson lýsti á sínum tíma hefur í reynd ágerst, sér í lagi á seinustu árum. Afleiðingin er sú að stór hluti ungs fólks sér ekki fram á geta nokkurn tímann eignast íbúð sem mætir þörfum þeirra og væntingum nema binda sig á næsta óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda. Í umræðum um lífsgæði er gjarnan einblínt á kaup og kjör en þar kemur miklu fleira til. Ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði er grundvallarþáttur í velsæld borgaranna og ein af frumskyldum opinberra aðila að skapa skilyrði til að svo megi verða. Verði ekkert að gert til að auka lóðaframboð eða draga úr upphafsgjöldum á íbúðarhúsnæði mun stór hluti ungs fólks flytja til annarra landa, þar sem lífsgæði eru betri. Verkefni dagsins er að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir íbúðabyggð. Til að mynda Úlfarsárdal og Geldinganes og lækka til mikilla muna eða hreinlega fella niður upphafsgjöld á nýbyggingar og dreifa þeim á lengri tíma. Stjórnmálamenn eiga að skapa umhverfi þar sem draumar og þrár fólks geta ræst. Ódýrar og góðar íbúðir við hæfi eru þar lykilatriði.Höfundur sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðsmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum aldarfjórðungi birtist áhugaverð grein eftir Stefán heitinn Ingólfsson verkfræðing í tímaritinu Arkítektúr og skipulagi. Þar benti hann á að íbúðarhúsnæði hér á landi hefði hækkað árlega um 1–3 % umfram almennar verðhækkanir allt frá árinu 1950. Stórkostleg vélvæðing og önnur bætt tækni við framleiðslu hefði með réttu átt að leiða til lægra kostnaðar, en reyndin varð allt önnur. Hinn aukni kostnaður verður umfram allt skýrður með upphafsgjöldum sveitarfélaga og tilbúnum lóðaskorti. Þegar átak var gert í malbikun gatna í Reykjavík var lagt á tímabundið gatnagerðargjald. En líkt og aðrir tímabundnir skattar var það gjald aldrei afnumið. Síðan þá hafa verið fundnir upp alls kyns nýir skattar sem leggjast á nýbyggingar og heita nöfnum eins og byggingarréttargjald, byggingarleyfisgjald, tengigjald og úttektargjald. Upphafsgjöldin hafa margfaldast og í ofanálag hefur Reykjavíkurborg búið til lóðaskort, sem hefur ýtt undir þennslu á húsnæðismarkaði. Það eitt að búa við lóðaskort er fráleitt í jafnstóru og strjálbýlu landi. Tilbúinn lóðaskortur sveitarfélaga hefur síðan leitt til þess að byggingarfyrirtæki þurfa ekki að keppa að ráði um kaupendur og hafa getað selt íbúðir á hærra verði en ella. Byggingarfyrirtæki skortir því hvata til hagræðingar, líkt og Stefán Ingólfsson benti á í áðurnefndri tímaritsgrein.Á grafinu hér að ofan má sjá hvernig vísitala byggingarkostnaðar hefur hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs síðastliðinn aldarfjórðung eða svo. Sú þróun sem Stefán Ingólfsson lýsti á sínum tíma hefur í reynd ágerst, sér í lagi á seinustu árum. Afleiðingin er sú að stór hluti ungs fólks sér ekki fram á geta nokkurn tímann eignast íbúð sem mætir þörfum þeirra og væntingum nema binda sig á næsta óviðráðanlegan skuldaklafa ævina á enda. Í umræðum um lífsgæði er gjarnan einblínt á kaup og kjör en þar kemur miklu fleira til. Ódýrt og hentugt íbúðarhúsnæði er grundvallarþáttur í velsæld borgaranna og ein af frumskyldum opinberra aðila að skapa skilyrði til að svo megi verða. Verði ekkert að gert til að auka lóðaframboð eða draga úr upphafsgjöldum á íbúðarhúsnæði mun stór hluti ungs fólks flytja til annarra landa, þar sem lífsgæði eru betri. Verkefni dagsins er að taka stór óbyggð svæði í borgarlandinu undir íbúðabyggð. Til að mynda Úlfarsárdal og Geldinganes og lækka til mikilla muna eða hreinlega fella niður upphafsgjöld á nýbyggingar og dreifa þeim á lengri tíma. Stjórnmálamenn eiga að skapa umhverfi þar sem draumar og þrár fólks geta ræst. Ódýrar og góðar íbúðir við hæfi eru þar lykilatriði.Höfundur sækist eftir 2.–3. sæti í prófkjöri reykvískra sjálfstæðsmanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar