Tugmilljóna tjón hjá GK Reykjavík Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. nóvember 2013 19:22 Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum. Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Tugmilljóna tjón segja eigendur GK Reykjavík sem hafa þurft að loka verslun sinni á Laugarvegi vegna rykskemmda. Verslunin hefur verið lokuð í tvær vikur og rekstartjón mikið. Það er grálegt um að litast í tískuvöruversluninni GK Reykjavík á Laugarvegi 66. Eigendur húsnæðisins standa í miklum framkvæmdum því breyta á húsnæðinu í hótel. Í miðjum framkvæmdum varð til gat inn á lager verslunarinnar með þeim afleiðinugm að mikið magn af iðnaðarryki fann leið sína inn í verslunina. GK Reykjavík stendur eftir óstarfhæf. Lager verslunarinnar liggur undir miklum skemmdum og hleypur tjónið á tugum milljóna. „Það að hafa haft lokað hérna í tvær vikur er auðvitað gífurlegt áfall og við höfum reynt eftir fremsta megni að finna bráðgabirðahúsnæði til að geta komið rekstrinum aftur í gang. Núna er jólatörnin að hefjast og næstu tveir mánuðir gífurlega mikilvægir,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir sem rekur verslunina ásamt Guðmundi Hallgrímssyni.Brot á leigusamningi Guðmundur og Ása Ninna eru ósátt við eigendur Laugavegar 66 og segja að bola eigi þeim út úr húsnæðinu með öllum tiltækum ráðum. „Við erum með löggildan leigusamning í þessu rými hér og á hæðinni fyrir ofan þar sem við erum með skrifstofu til ársins 2016. Þetta er gífurlegt brot á okkar rétti,“ segir Ása Ninna. Eins og meðfylgjandi myndir bera með sér þá er um miklar skemmdir á fatnaði að ræða vegna ryks. Guðmundur og Ása Ninna hafa ákveðið að leita réttar síns. „Það hófust framkvæmdir hér á fullu án byggingarleyfis sem þýddi það að gerð var krafa fyrir hönd leigutaka um stöðvun á framkvæmdum,“ segir Jónas Örn Jónasson, lögmaður eigenda GK Reykjavíkur. Eigendur GK Reykjavíkur ætla ekki að leggja árar í bát og stefna að opnun nýrrar verslunar til bráðabirgða í Bankastæti 11 um næstu helgi. „Við ætlum að reyna að gera gott úr þessu og við viljum halda þessari verslun áfram. Ég ætla að vera bjartsýn og vonast til að þetta mál leysist,“ segir Ása Ninna að lokum.
Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira