Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Akureyri 23-17 | Auðvelt hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 7. nóvember 2013 09:50 mynd/stefán FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni. Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
FH vann öruggan sigur á Akureyri 23-17 í Olís deild karla í handbolta í kvöld á heimavelli sínum. FH var þremur mörkum yfir í hálfleik 9-6. FH var alltaf á undan í leiknum og kom slakur leikur liðsins í fyrri hálfleik í veg fyrir að liðið væri búið að gera út um leikinn eftir 30 mínútur. Sóknarleikur Akureyri var í molum og þó varnarleikur gestanna hafi verið þokkalegur fóru FH-ingar illa með mörg dauðafæri. Sú spenna sem enn var á lífi í hálfleik dó drottni sínum strax í upphafi seinni hálfleiks. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og gerðu í raun út um leikinn því Akureyri hafði enga burði til að vinna upp átta marka forskot á skömmum tíma. Enginn taktur var í sóknarleik Akureyrar og liðið einfaldlega slakt á sama tíma og FH gekk á lagið í seinni hálfleik. FH-ingar slökuðu á klónni er leið á seinni hálfleik en aldrei nóg til að þess að leikurinn yrði spennandi. Einar Andri: Fengum meiri hraða og ákefð í sóknina„Þessi leikur fær enga verðlaunabolta viðurkenningu en þetta snýst ekkert um það. Þetta snýst um að ná í tvö stig á heimvelli og við gerðum það. Við höfum unnið alla heimaleikina okkar í vetur og þokkalega sannfærandi allt. Við erum ánægðir með það,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH. „Varnarleikurinn var frábær og markvarslan. Við erum að skapa okkur góðar stöður í mörgum leikjum til að gera betur og skora fleiri mörk en að einhverjum ástæðum höfum við ekki verið að slútta vel í dauðafærum og hraðaupphlaupum. Við ætlum að spila góða vörn þangað til það smellur. „Við lékum ekki vel sóknarlega í fyrri hálfleik og þeir ekki heldur þannig að mér fannst við ekki eiga meira skilið. Mér fannst við eiga töluvert inni. Við vildum fá meiri hraða í okkar sóknarleik og keyra af meiri ákefð og fara í sénsana sem voru í boði. „Við náðum þokkalegasta takti í þetta og náum að skora 14 mörk í seinni hálfleik. Við breyttum engu sem við vorum að gera. Þeir voru með ákveðnar varnarútfærslu í 6-0 vörninni sem náði að aðeins að trufla okkur en við náðum að stilla okkur af og láta boltann ganga aðeins lengur og svo fengum við nokkur góð hraðaupphlaup,“ sagði Einar Andri. FH skoraði 8 mörk úr hraðaupphlaupum á móti 3 hjá Akureyri og má segja að hraðaupphlaupin hafi skilið á milli því Akureyri tapaði ófáum boltum þegar liðið reyndi að keyra hratt. „Við héldum alltaf áfram og spiluðum á öllum mannskapnum þannig að við höfðum alltaf orku til að keyra,“ sagði Einar Andri. Bjarni: Hraðaupphlaupin ráða úrslitum„Sóknarleikurinn var ekki góður en það var sama með FH. Sóknarleikurinn þeirra var mjög lélegur. Deildin er bara orðin þannig að við erum búin að spila við sömu liðin 100 sinnum og það eru allir búnir að greina alla í drasl og það vita allir hvað allir eru að gera og þetta verður því svolítið erfitt. Þá ráða hraðaupphlaupin úrslitum,“ sagði Bjarni Fritzson sem var markahæsti leikmaður Akureyri í leiknum. „Enn einn leikinn eru það hraðaupphlaup sem ráða úrslitum. Þeir mynda alltaf þetta gat sem því að nýta tvö, þrjú hraðaupphlaup. Þá stækkar munurinn. Á meðan við sýndum ekki neitt. „Það er hræðilegt hvað við gerum mikið af barna mistökum. Það er óþolandi,“ sagði Bjarni um fjölda tapaða bolta hjá Akureyri. „Við þurfum að fókusa á sjálfa okkur og reyna að verða betri. Við erum að spila á móti virkilega góðum andstæðing í dag og náum að standa vörnina vel en það er þessi gæðamunur að ná að refsa fyrir mistök andstæðings. „Þegar við áttum möguleika á að gera eitthvað þá erum við með fjórar sendingar fram sem eru tapaðar. Það er næstum því munurinn,“ sagði Bjarni.
Íslenski handboltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita