Lífið

Fyndinn Hobbiti á Íslandi

Rökkvi Vésteinsson skipuleggjandi Iceland Comedy Festival
Rökkvi Vésteinsson skipuleggjandi Iceland Comedy Festival Mynd/Valli
„Þetta er hluti af Iceland Comedy Festival 2013,“ segir Rökkvi Vésteinsson skipuleggjandi Iceland Comedy Festival en breski grínistinn Tiernan Douieb kemur fram hér á landi.„Hann fékk Ísland á heilann þegar hann kom hingað fyrr á árinu sem ferðamaður,“ segir Rökkvi.Tiernan er talinn vera einn besti grínisti heims per sentimetra og hefur meðal annars hitað upp fyrir Jim Jeffries. „Hann er stundum svolítið eins og hýperaktívur hobbiti og alveg jafn fyndinn eins og maður myndi sjá einn þannig fyrir sér.“Tiernan er afar fjölhæfur grínisti sem gerir allt frá pólitísku uppistandi, yfir í grín fyrir börn, teiknimyndasögur og grínleik.

Tiernan hefur meðal annars hitað upp fyrir Jim JeffriesHann kemur fram á Bar 11 í kvöld klukkan 21.30 og svo á Akranesi á föstudaginn og á Selfossi laugardaginn.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.