Innlent

Eldsvoði á Urðarstíg

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í eldhúsi og er íbúðin sögð mikið skemmd.
Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í eldhúsi og er íbúðin sögð mikið skemmd. mynd/vísir
Slökkvilið frá tveimur slökkvistöðvum á höfuðborgarsvæðinu er nú að störfum á Urðarstíg í Reykjavík þar sem eldur kom upp í timburhúsi. Búið er að slökkva eldinn en unnið er að reykræstingu.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var um mikinn eld að ræða. Köttur var talinn hafa drepist úr reykeitrun eftir lífgunartilraunir en síðar kom í ljós að hann var með lífsmarki og því fór lögreglubíll með hann á dýraspítala.

Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í eldhúsi og er íbúðin sögð mikið skemmd.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×