Innlent

Beit einn í brjóstið og annan í nefið

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tvær meiriháttar líkamsárásir.

Maðurinn var ákærður fyrir að hafa hafa í desember 2012 slegið mann í andlitið sem tvíkjálkabrotnaði. Þegar fórnarlambið reyndi síðan að koma manninum út úr húsinu beit hann fórnarlambið í brjóstið við vinstri geirvörtu þannig að það blæddi. Þá beit hann að auki annan mann í nefið þannig að hluti nefsins fór af. Maðurinn hafi mætt heim til annars fórnarlambsins til að fá þann til að láta af sögusögnum um sig og kærustu sína, en hann sagði fórnarlambið vera að dreifa sögum þess efnis að hann legði hendur á kærustuna. Vildi hann meina að fórnarlambið hefði áður verið að reyna við kærustuna og því verið ósáttur þegar hún byrjaði með honum.

Maðurinn hélt því fram að hann hefði framkvæmt brot sín í neyðarvörn en dómurinn féllst ekki á þá vörn og taldi varnaðaraðgerðir hans hafa verið hættulegri en háttsemi fórnarlambanna gaf tilefni til. Taldi dómurinn árásina hafa verið grófa og afleiðingarnar talsverðar.

Maðurinn hafði áður hlotið dóm fyrir Héraðsdómi Suðurlands fyrir meiriháttar líkamsárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×