Innlent

SFR segir forgangsraðað í þágu auðmanna

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt í síðustu viku.
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt í síðustu viku. Mynd/GVA
Trúnaðarmannaráð SFR mótmælir þeim áherslum harðlega sem fram koma í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þar sem forgangsraðað er í þágu auðmanna.

Ráðið segir að það vera algjört ábyrgðarleysi ríkisstjórnar að afneita tekjustofnum á borð við veiðileyfagjald og auðlegðarskatt upp á tugi milljarða og að almenningur og sjúklingar eru krafðir um mismuninn. Með þessum aðgerðum væri höggvið stórt skarð í grunnstoðir velferðarþjónustunnar með síhækkandi komugjöldum og nú síðast gistináttagjaldi fyrir þá allra veikustu.

SFR mótmælir harðlega og varar stjórnvöld við því að sérstakt gjald verði tekið af sjúklingum sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Þar er um að ræða algjöra kerfisbreytingu sem ógnar íslensku velferðarkerfi eins og við þekkjum það. Reyndin er sú að slík gjöld hafa tilhneigingu til að aukast. Þannig hefur kostnaður göngudeildarsjúklinga aukist og það mun einnig gerast hjá legusjúklingum. Smátt og smátt verður það aðeins á færi þeirra efnameiri að nýta sér heilbrigðisþjónustuna. Þetta eru ekki þær áherslur í heilbrigðiskerfinu sem við viljum sjá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×