Innlent

Þjófar hreinsuðu húsið að innan

Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft uppi á flestum af mununum.
Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft uppi á flestum af mununum.
Hurðir, skápar, helluborð, ísskápur, blöndunartæki og bakaraofn er meðal þess sem stolið var úr íbúðarhúsnæði á Suðurnesjunum fyrir skömmu. 

Í tilkynningu frá lögreglu segir að 
Íbúðalánasjóður hafi eignast húsið fyrir skömmu og fengið að því lykla í síðustu viku, þegar íbúar þess yfirgáfu það.

Búið var að fjarlægja nær alla skápa úr húsinu, helluborð, háf, ísskáp, bakarofn, úr eldhúsi, blöndunartæki af baði, úr eldhúsi og vaskahúsi, allar skápahöldur, auk bílskúrsopnara. Að auki var búið að fjarlægja fimm hurðir úr húsnæðinu.

Lögregla hefur haft upp á flestum mununum og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×