Innlent

Slökkt vegna norðurljósa í kvöld

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nokkurs konar hástökk án atrennu, skrifar Dagur.
Nokkurs konar hástökk án atrennu, skrifar Dagur.
Norðurljósaspá Veðurstofunnar er góð fyrir kvöldið og hefur Reykjavíkurborg ákveðið að slökkva ljósin á fjórum svæðum í borginni á milli klukkan 21:30 og 22. Svæðin fjögur eru Grafarholt, Seljahverfi í Breiðholti, Öskjuhlíð og Skólavörðuholt.

„Þar sem fyrirvarinn er nánast enginn bið ég ykkur að dreifa þessu sem víðast og njóta með okkur,“ skrifar Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á Facebook-síðu sína, en hugmyndinni var gaukað að honum af Andra Snæ Magnasyni rithöfundi í morgun.

„Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst, en þetta er nokkurs konar hástökk án atrennu,“ skrifar Dagur en rúm klukkustund er síðan farið var í málið. „Við vonum að borgarbúar og gestir borgarinnar taki viljann fyrir verkið. Vil sérstaklega þakka starfsfólki umhverfis- og skipulagssviðs, auk Orkuveitunnar og lögreglunnar í Reykjavík fyrir snör handtök.“

Þeir sem ná góðum myndum af norðurljósunum í kvöld geta sent myndir á ritstjorn@visir.is eða gert # á instagram.

Svæðin sem slökkt verður á eru merkt 15, 2, 9 og 20 á kortinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×