Breyting á greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa: Mistök gerð í aðdraganda nýs kerfis Hrund Þórsdóttir skrifar 15. október 2013 18:30 Gerð hefur verið breyting á greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa, sem tók gildi í vor. Fólk á nú að öðlast sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við lyfjakaup, þegar hámarkskostnaði vegna þeirra er náð og verður umsókn læknis, sem krafist hefur verið hingað til, óþörf. Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að einfalda kerfið og ná fram hagræðingu. Nú hefur ýmislegt fleira við þetta kerfi verið gagnrýnt, er verið að skoða einhverjar frekari breytingar á því? „Já, það stendur yfir heildarendurskoðun á greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þær athugasemdir sem hafa komið fram við greiðsluþátttökukerfið fara þangað inn,“ segir Kristján. Voru mistök í vor að setja þetta kerfi á í núverandi mynd? „Nei, ég er ekki endilega sammála því. Ég held að mistökin hafi kannski verið þau að kerfið hafi ekki verið nægilega vel kynnt og skýrt út fyrir fólki hvað þarna var á ferðinni. Stærsti ágallinn á breytingunni var held ég að aðdragandinn var ekki nægilega vel undirbúinn.“ Lyfsalar hafa kvartað undan því að með nýja kerfinu geti þeir ekki lengur veitt afslætti af lyfjum, þar sem ríkið hirði mismuninn. Vegna þessa hefur hefur Haukur Ingason, lyfsali í Garðsapóteki, sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Kristján segir afslætti ennþá mögulega. Er þá að þínu mati ekki rétt hjá lyfsölunum að þeir geti ekki veitt sínum viðskiptavinum afslætti? „Að hluta til hafa þeir rétt fyrir sér í þeirri gagnrýni. Hvað varðar þessi greiðsluskyldu lyf, þá eru takmarkanir til að veita afslætti þar fyrir hendi. Hins vegar er full heimild og frelsi til samkeppni á öllum öðrum lyfjum og vörum sem lyfsalarnir eru að selja,“ segir Kristján að lokum. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Gerð hefur verið breyting á greiðsluþátttökukerfi vegna lyfjakaupa, sem tók gildi í vor. Fólk á nú að öðlast sjálfkrafa rétt til fullrar greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í kostnaði við lyfjakaup, þegar hámarkskostnaði vegna þeirra er náð og verður umsókn læknis, sem krafist hefur verið hingað til, óþörf. Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að einfalda kerfið og ná fram hagræðingu. Nú hefur ýmislegt fleira við þetta kerfi verið gagnrýnt, er verið að skoða einhverjar frekari breytingar á því? „Já, það stendur yfir heildarendurskoðun á greiðsluþátttöku sjúklinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu og þær athugasemdir sem hafa komið fram við greiðsluþátttökukerfið fara þangað inn,“ segir Kristján. Voru mistök í vor að setja þetta kerfi á í núverandi mynd? „Nei, ég er ekki endilega sammála því. Ég held að mistökin hafi kannski verið þau að kerfið hafi ekki verið nægilega vel kynnt og skýrt út fyrir fólki hvað þarna var á ferðinni. Stærsti ágallinn á breytingunni var held ég að aðdragandinn var ekki nægilega vel undirbúinn.“ Lyfsalar hafa kvartað undan því að með nýja kerfinu geti þeir ekki lengur veitt afslætti af lyfjum, þar sem ríkið hirði mismuninn. Vegna þessa hefur hefur Haukur Ingason, lyfsali í Garðsapóteki, sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Kristján segir afslætti ennþá mögulega. Er þá að þínu mati ekki rétt hjá lyfsölunum að þeir geti ekki veitt sínum viðskiptavinum afslætti? „Að hluta til hafa þeir rétt fyrir sér í þeirri gagnrýni. Hvað varðar þessi greiðsluskyldu lyf, þá eru takmarkanir til að veita afslætti þar fyrir hendi. Hins vegar er full heimild og frelsi til samkeppni á öllum öðrum lyfjum og vörum sem lyfsalarnir eru að selja,“ segir Kristján að lokum.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira