Innlent

Ömurleg þróun innan lögreglunnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Björt segir niðurstöður könnunarinnar sláandi.
Björt segir niðurstöður könnunarinnar sláandi. mynd/vilhelm
Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar  sagði á Alþingi í dag að niðurstöður rannsókna á   vinnumenningu og kynjatengslum innan lögreglunnar væru slándi.

„Og lýsa ömurlegum veruleika lögreglukvenna. Rúmlega þriðjungur lögreglukvenna segir að á sér hafi verið brotið með kynferðislegri áreitni af karlkyns yfirmanni og karlkyns samstarfsmönnum,“ sagði Björt. Þarna væri ekki um glæpamenn að ræða heldur vinnufélaga.

„Brottfall kvenna úr stéttinni er mikið. Nær engar konur eru í efstu starfsstigum lögreglunnar og hefur óánægja vegna framgangs í starfi aukist mikið á síðast liðnum árum,“ sagði Björt.

Viðhorf karlkyns lögreglumanna, sérstaklega þeirra yngri, til kvenna væri neikvætt.

„Það kemur fram á vef lögreglunnar að það standi til að vinna með niðurstöður þessarar skýrslu. Ríkisstjórnin hefur sýnt starfi lögreglunnar áhuga og því hvet ég hana til þess að vinna að því að breyta ferlum og skipulagi innan embættisins svo snúa megi þessari ömurlegu þróun við,“ sagði Björt Ólafsdóttir þingmaður Bjartrar framtíðar á Alþingi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×