Innlent

Stærsti verktakasamningur í sögu Grindavíkurbæjar

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Magnús Guðmundsson, eigandi Grindarinnar ehf.  og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík.
Magnús Guðmundsson, eigandi Grindarinnar ehf. og Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík. Mynd/Grindavíkurbær
Grindavíkurbær skrifaði í vikunni undir samning við Grindina ehf. vegna viðbyggingu á íþróttamannvirkjum í bæjarfélaginu. Þetta er stærsti verktakasamningur sem Grindavikurbær hefur gert. Fyrsta skóflustungan að nýju og endurbættu íþróttasvæði í Grindavík var tekin á þriðjudag.

Lægsbjóðandi í verkið var Grindin ehf. en tilboðið hljóðaði upp á kr. 596.430.369 eða 94,6% af kostnaðaráætlun. Um er að ræða fyrsta áfanga að framtíðarupppbyggingu íþróttamannvirkja í Grindavík. Með endurskipulagningu og nýbyggingum á íþróttasvæði Grindavíkur er áætlað að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar, keppnishalds og félagsstarfs í Grindavík.

Viðbygging íþróttamannvirkja í Grindavík mun tengja saman helstu íþróttamannvirki bæjarins og verður um 1.739m² að stærð. Blómlegt íþróttalíf er í Grindavík og hefur bæjarfélagið átt góðum árangri að fagna bæði í körfuknattleik og knattspyrnu á síðustu árum. Grindavík hefur orðið Íslandsmeistari í körfuknattleik karla síðastliðin tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×