Innlent

Hænsni á Íslandi jafn mörg og íbúarnir

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hænsni landsins eru um 322 þúsund.
Hænsni landsins eru um 322 þúsund. mynd/Haraldur Jónasson
Hænsni á Íslandi eru álíka mörg og íbúar landsins. Íbúar á Íslandi eru rúmlega 321 þúsund miðað við tölur frá því í janúar á þessu ári. Hænsnin eða alifuglarnir eru um 322 þúsund. Þetta kemur fram í frétt Bændablaðsins sem kom út í dag.

Alifuglar eru álíka margir og árið 1980 en mannfólkinu í landinu hefur fjölgað. Árið 1980 voru íbúar landsins um 227 þúsund og hefur íbúm hér á landi því fjölgað um 95 þúsund.

Sauðfé hefur fækkað um 350 þúsund frá sama tíma, fækkunin var mikil fram til ársins 2000 en síðanm þá hefur fjöldinn haldist í svipuðu horfi.

Svínastofninn hefur tvöfaldast frá því árið 1980 og hefur gyltum og göltum fjölgað úr 1553 dýrum í 3643 dýr í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×