Innlent

Þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lýst var eftir manninum í janúar eftir að hann braut gegn stúlkunum skammt frá Morgunblaðshúsinu.
Lýst var eftir manninum í janúar eftir að hann braut gegn stúlkunum skammt frá Morgunblaðshúsinu.
Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nema tvær sjö ára telpur á brott við biðskýli í Árbæ og brjóta gegn þeim kynferðislega. RÚV greinir frá.

Atvikið átti sér stað þann 9. janúar og sagði maðurinn við stúlkurnar að hann hefði séð til þeirra stela vörum úr Krónunni við Rofabæ og ef þær kæmu ekki upp í bíl sinn myndi hann hringja á lögregluna. Ók maðurinn þá með stúlkurnar að Hádegismóum, rétt hjá Morgunblaðshúsinu, þar sem hann braut gegn þeim. Að því loknu keyrði hann stúlkurnar til baka og hleypti þeim út skammt frá þeim biðskýlinu.

Í dómi héraðsdóms segir að maðurinn hafi gefið sig sjálfviljugur fram við lögreglu eftir að lýst hafi verið eftir honum og hafi hann gengist greiðlega við brotunum. Þá bendi gögn til þess að hann hafi að einhverju leyti reynt að vinna bug á vanda sínum. Auk fangelsisvistarinnar var manninum gert að greiða stúlkunum 800 þúsund krónur hvor, en fimm daga gæsluvarðhald dregst frá refsingu mannsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×