Myndin verður frumsýnd á RIFF | Reykjavík International Film Festival í Gamla bíói á föstudaginn, þar sem Hjaltalín kemur til með að leika undir með myndinni.
Leikstjóri myndarinnar, hin bandaríska Ani Simon-Kennedy sá Hjaltalín spila á tónleikum í Prag í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Hún heillaðist svo af leik sveitarinnar að hún einsetti sér að búa til mynd þar sem tónlist Hjaltalín gæti fengið að njóta sín.
Niðurstaðan varð hin tímalausa og þögla Days of Gray, sem segir frá vináttusambandi pilts og stúlku sem yfirvinna ótta sinn gagnvart hvort öðru og öðlast skynbragð á fegurðina.
Plata er væntanleg frá Hjaltalín í haust þar sem lögin úr myndinni hljóma.
Tónleikabíóið fer fram í Gamla bíói, sem hefur hýst viðburði allt frá Roy Rogers þrjúbíósýningum til útgáfutónleika plötunnar Ágætis byrjun með Sigurrós.
Hér er hægt að nálgast lagið.