Innlent

Mótmæli boðuð við setningu Alþingis

Mótmæli voru tíð á Austurvelli fyrir nokkrum árum.
Mótmæli voru tíð á Austurvelli fyrir nokkrum árum. Mynd/Anton
Boðað er til mótmæla á Austurvelli á morgun og aðgerðum og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar mótmælt. Boðað er til mótmælana á samfélagsmiðlum og fara þau fram kl. 13:00 á morgun, á sama tíma og nýtt þing Alþingis verður sett.

Tilefni mótmælanna eru meðal annars niðurskurður í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu, broti á friðhelgi einkalífsins með hagstofufrumvarpinu, afnumi náttúruverndarlaga og að viðræður við ESB séu settar á ís án aðkomu Alþingis.

„Mætum á Austurvöll á morgun, þriðjudag klukkan 13:00 við setningu þingsins og stöndum vörð um lýðræðið okkar og samfélag með því að láta í okkur heyra!,“ segir á síðu skipuleggjenda mótmælanna á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×