Til skoðunar að fá lífeyrissjóði til að fjárfesta í nýsköpun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. september 2013 18:38 Til skoðunar er að rýmka heimildir lífeyrissjóðanna til að auka þátttöku þeirra í sprota- og nýsköpunargeiranum hér á landi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir það vera sárgrætilegt að sjá ung íslensk fyrirtæki stofna móðurfélög erlendis. Styrktar- og fjármögnunarsjóðir sem íslensk sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafa leitað í um árabil eru nú félitlir svo um munar. Þetta á bæði við um Nýsköpunarsjóð og Frumtak, en sá síðarnefndi er nú tómur. Bent hefur verið á að mögulegt sé að liðka um fyrir starfsemi lífeyrissjóðanna þegar fjárfestingar í sprotafyrirtækjum eru annars vegar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir þessa útfærslu vel eiga við. „Ég tel að slík athugun sé þegar hafin,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Það er, að skoða það hvort að það megi, með einhverjum hætti, skoða það að rýmka heimildir lífeyrissjóðanna til að auka þeirra fjölbreyttni í atvinnulífinu. Stóra verkefnið er að auka fjárfestingu í íslensku atvinnulífi og ég tel að lífeyrissjóðirnir með sinn sterka fjárhag væru góðir aðilar til að koma að því verkefni.“ Sem fyrr eru gjaldeyrishöftin bleiki fíllinn í herberginu þegar sprotafyrirtæki eru annars vegar. Hlutirnir þurfa að gerast hratt í þessum geira og haftaumhverfi, með tilheyrandi flækjustigi, þykir seint aðlaðandi fyrir erlenda fjárfestingu. Mörg dæmi eru um að fjársterkir aðilar hafi hætt við að fjárfesta í ungum íslenskum fyrirtækjum. Skilaboðin eru því skýr, stofnið fyrirtæki erlendis. „Það er sárgrætilegt að horfa upp á það. Það er gott að fyrirtæki leiti út fyrir landsteinanna og það er nauðsynlegt upp að ákveðnu marki. Þetta er viðfangsefni sem að við tökum mjög alvarlega og erum í góðu samstarfi og samtali við þá aðila sem kom að þessum geira.“ Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Til skoðunar er að rýmka heimildir lífeyrissjóðanna til að auka þátttöku þeirra í sprota- og nýsköpunargeiranum hér á landi. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir það vera sárgrætilegt að sjá ung íslensk fyrirtæki stofna móðurfélög erlendis. Styrktar- og fjármögnunarsjóðir sem íslensk sprota- og nýsköpunarfyrirtæki hafa leitað í um árabil eru nú félitlir svo um munar. Þetta á bæði við um Nýsköpunarsjóð og Frumtak, en sá síðarnefndi er nú tómur. Bent hefur verið á að mögulegt sé að liðka um fyrir starfsemi lífeyrissjóðanna þegar fjárfestingar í sprotafyrirtækjum eru annars vegar. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir þessa útfærslu vel eiga við. „Ég tel að slík athugun sé þegar hafin,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Það er, að skoða það hvort að það megi, með einhverjum hætti, skoða það að rýmka heimildir lífeyrissjóðanna til að auka þeirra fjölbreyttni í atvinnulífinu. Stóra verkefnið er að auka fjárfestingu í íslensku atvinnulífi og ég tel að lífeyrissjóðirnir með sinn sterka fjárhag væru góðir aðilar til að koma að því verkefni.“ Sem fyrr eru gjaldeyrishöftin bleiki fíllinn í herberginu þegar sprotafyrirtæki eru annars vegar. Hlutirnir þurfa að gerast hratt í þessum geira og haftaumhverfi, með tilheyrandi flækjustigi, þykir seint aðlaðandi fyrir erlenda fjárfestingu. Mörg dæmi eru um að fjársterkir aðilar hafi hætt við að fjárfesta í ungum íslenskum fyrirtækjum. Skilaboðin eru því skýr, stofnið fyrirtæki erlendis. „Það er sárgrætilegt að horfa upp á það. Það er gott að fyrirtæki leiti út fyrir landsteinanna og það er nauðsynlegt upp að ákveðnu marki. Þetta er viðfangsefni sem að við tökum mjög alvarlega og erum í góðu samstarfi og samtali við þá aðila sem kom að þessum geira.“
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira