Innlent

Varð fyrir lyftara og úlnliðsbrotnaði

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Mynd/Egill Aðalsteinsson
Vinnuslys varð í fiskvinnslufyrirtæki í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um miðjan dag í gær. Starfsmaður á lyftara bakkaði á starfsstúlku, sem var að salta þorsk í plastkör, með þeim afleiðingum að stúlkan úlnliðsbrotnaði.

Starfsmaðurinn á lyftaranum var að færa kör til að geta athafnað sig betur á lyftaranum þegar óhappið varð samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Konan var flutt á slysadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Auk þess að vera úlnliðsbrotin þá kenndi hún sé eymsla í fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×