Innlent

Senda ungmenni til múslimalanda til að uppræta fordóma

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Borgarráð samþykkti byggingu á nýrri mosku á lóð í Sogamýri, á fundi sínum í gær.

Sverrir Agnarsson formaður félags íslenskra múslima sagði, í samtali við vísi í gær að sér þættu það mikil gleðitíðindi fyrir múslima á Íslandi. Hann vonast jafnframt til að fyrsta skóflustunga moskunnar verði tekin næsta vor.

Styr hefur staðið um ákvörðun Borgarráðs og það þarf ekki að leita lengra en í athugasemdakerfi sömu fréttar til þess að finna hatursfulla orðræðu í garð múslima.

Sem dæmi má nefna:

„getur ekki eynhver skellt svini i lodina eda svinafitu, samkvaamt koraninum ma ekki byggja tar sem svin hefur legid i jordu.“

„ekki mosku hér á islandi...nei takk.“

„burt með þetta“

En hvernig má vinna bug á fordómum sem þessum?

AFS skiptinemasamtökin á íslandi brugðu á það ráð að auka fjárveitingar til múslimalanda, til þess að íslensk ungmenni geti kynnt sér trúabrögðin af fyrstu hendi.

Jóna Fanney Friðriksdóttir, er framkvæmdastýra AFS á Íslandi. Hún segir orðræðuna í garð múslima ljóta og því hafi ákvörðun verið tekin að veita fjármagni til múslimalanda.

Björn Leví, nemi í MH er nýkominn heim frá Malasíu þar sem hann dvaldi hjá múslimafjölskyldu. Hann segir það hafa breytt skoðunum sínum á trúarbrögðunum og menningu þeirra töluvert.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×