Innlent

Ólafur Ragnar ræðir stöðu Norðurslóða við Pútin

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ólafur Ragnar á Bloomberg í dag.
Ólafur Ragnar á Bloomberg í dag. Mynd/Skjáskot
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun í næstu viku funda með Vladimir Putin, forseta Rússlands, um málefni Norðurslóða. Ólafur Ragnar ræddi stöðu mála á Norðurslóðum við Bloomberg fréttastofuna í dag.

Ólafur segir í kjölfar bráðnun íss á norðurslóðum hafi opnast siglingaleið milli Asíu og Ameríku sem er 40% styttri en siglingaleiðin í gegnum Súesskurðinn í Egyptalandi. Hægt verður að sigla í gegnum Norðurslóðir 3-4 mánuði á ári og því er áhugi bæði Kínverja og Rússa mikill.

„Pútin hefur verið mjög uppbyggilegur og jákvæður. Það er ekki hægt að þróa norðurskautssvæðið án jákvæðrar aðkomu Rússa,“ sagði Ólafur Ragnar meðal annars á Bloomberg í dag.

Forsetinn ræddi einnig um Evrópumálin. Hann segir að áhugi Íslendinga á inngöngu í Evrópusambandið hafi aldrei verið til staðar. Sjá má viðtalið við Ólaf í heild sinni í myndbandinu hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×