Innlent

Samiðn vill skammtímasamninga á vinnumarkaði

Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar
 Samiðn telur farsælast fyrir launþega að nýir kjarasamningar gildi til skamms tíma þar sem stjórnvöld hafi ekki enn sett fram skýra  stefnu i efnahagsmálum.
Samiðn telur farsælast fyrir launþega að nýir kjarasamningar gildi til skamms tíma þar sem stjórnvöld hafi ekki enn sett fram skýra stefnu i efnahagsmálum. Mynd/Vilhelm
Hilmar Harðarson formaður Samiðnar telur farsælla fyrir launþega að semja til skamms tíma í komandi kjarasamningum. Samiðn hélt kjaramálaráðstefnu í dag og fjallaði um komandi kjarasamninga.

Hilmar varpaði fram þeirri spurningu á ráðstefnunni hvort að það væri ekki besti kosturinn fyrir launþega að gildistími nýs kjarasamning yrði fram til vors eða fram á næsta haust.

Hann sagði að í nýjum kjarasamningum yrði markmiðið að vera að tryggja kaupmátt en á meðan efnahagsstefna stjórnvalda væri ekki að fullu komin fram ættu aðilar vinnumarkaðarins í samstarfi við stjórnvöld að nýta tímann og undirbúa kjarasamning með lengri gildistíma sem myndi byggja  á efnahagslegum vexti og stöðugleika og þar með vaxandi kaupmætti.

Ráðstefnugestir tóku undir þessi sjónarmið formannsins og var samninganefnd félagsins falið að vinna að því að skapa sátt um að gerð skammtímasamning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×