Innlent

Gísli Marteinn hættir í stjórnmálum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Gísli mun taka að sér nýjan umræðuþátt í Sjónvarpinu á næstunni.
Gísli mun taka að sér nýjan umræðuþátt í Sjónvarpinu á næstunni. mynd/vilhelm
Gísli Marteinn Baldursson mun hætta afskiptum af pólitík og láta af störfum sem borgarfulltrúi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Páli Magnússyni, útvarpsstjóra RÚV, en Gísli mun taka að sér nýjan umræðuþátt í Sjónvarpinu á næstunni sem verður á dagskrá fyrir hádegi á sunnudögum.

„Gísli mun jafnframt hefja undirbúning að frekari dagskrárgerð, segir í tilkynningunni en þátturinn hefur göngu sína eftir nokkrar vikur. „Við bjóðum Gísla Martein velkominn aftur til starfa.“

Ekki náðist í Gísla sjálfan við vinnslu fréttarinnar en inn á vefsíðu sína hefur hann skrifað pistil um ákvörðun sína. „Ég ætla ekki að fara í prófkjör í Sjálfstæðisflokknum í haust og ég ætla ekki að taka þátt í kosningunum í vor, heldur ætla ég að hætta í borgarstjórn og fara á annan vettvang, sem þó er kannski ekki svo frábrugðinn,“ segir Gísli og bætir því við að hann ætli að reyna að njóða lífsins betur en hann hafi gert að undanförnu.

„Það er heilmikið álag að vera í stjórnmálum. Ég hélt alltaf að það hlyti að vera auðveldara ef ég vissi fyrir hvað ég stæði og hefði trú á mínum hugmyndum,“ segir Gísli, sem finnst leiðinlegt „að standa í stöðugum illdeilum, ekki síst við félaga og vini“ sem honum þyki vænt um.

„Það var því ekki erfitt að ákveða að stíga til hliðar og leyfa öðrum að eiga sviðið, í bili að minnsta kosti. Við eigum þúsundir borgarfulltrúa í öllum hverfum borgarinnar, sem ekki eru í borgarstjórn. Ég ætla að verða einn af þeim.“

Uppfært:

Gísli Marteinn hefur sent bréf til stuðningsmanna sinna þar sem hann fer nánar út í ástæður brotthvarfs síns úr stjórnmálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×