Deilt um afsökunarbeiðni Boði Logason skrifar 25. september 2013 23:29 Hannes og Sigurbjörg starfa bæði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Mynd/365 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira