Deilt um afsökunarbeiðni Boði Logason skrifar 25. september 2013 23:29 Hannes og Sigurbjörg starfa bæði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Mynd/365 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í pistli á Pressunni í kvöld að Dr. Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild HÍ, og Robert Wade prófessor hafi beðist afsökunar á orðum sem þau höfðu eftir honum í nokkrum erlendum tímaritum. Sigurbjörg gangrýnir hinsvegar Hannes fyrir að fara með deilurnar í fjölmiðla. Upphaflega greinin birtist í Cambridge Journal of Economics í janúar í fyrra, þar sem haft var eftir Hannesi innan gæsalappa að „Frjálshyggjutilraun Davíðs Oddssonar er saga um mesta árangur í heimi.“ Sigurbjörg baðst afsökunar á þessum mistökum og mun afsökunarbeiðnin birtast í tímaritinu í nóvember, ásamt athugasemdum Hannesar Hólmstein. Í pistli sínum á Pressunni segir Hannes jafnframt að Sigurbjörg og Wade hafi „boðist til að leiðrétta villu sína í þeim blöðum og tímaritum, sem hafa birt hana.“ Sigurbjörg segir hinsvegar í samtali við fréttastofu í kvöld að það sé ekki rétt, í bréfi sínu hafi komið fram að þau séu tilbúin að birta samskonar athugasemdir, hafi Hannes fyrir því að skrifa til þeirra blaða og tímarita sem rætt er um. Þá segist Sigurbjörg alltaf haldið því fram að þessar umræður eigi að fara fram á akademískum vettvangi, en ekki í fjölmiðlum, en Hannes var í viðtali við Kastljós í kvöld þar sem hann ræddi um málið. Þá hafi hún einnig fengið 10 blaðsíðna langan tölvupóst frá lögfræðingi Hannesar í byrjun ágúst, „sem hafi ekki verið neitt annað en hótunarbréf.“ „Þetta eru aðferðir sem eru notaðar til að þagga niður í fólki, aðferðir sem er ekki hægt að kenna við neitt annað en ofbeldi. Það er mín skoðun,“ segir hún. „Ég ákvað það strax að þegar málinu yrði lokið, þá ætlaði ég ekki að þegja yfir þessu. Ég sé enga ástæðu til þess þegar þetta er komið á þennan vettvang. Ég er alls ekki ein um að verða fyrir hótunum, skrekk og tilburðum. Ég er ekki ein um það í Háskóla Íslands, það veit ég. Svona ofbeldi hefur þann tilgang að reyna að þagga niður í manni. En ég ætla ekki að hjálpa ofbeldinu að virka. Þá fyrst er maður að bregðast fólkinu sem maður vinnur fyrir, fólkinu í landinu - því það borgar launin okkar,“ segir hún.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira