"Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu“ Karen Kjartansdóttir skrifar 26. september 2013 19:26 Íslenskur stjúpfaðir lítillar telpu frá Mósambík furðar sig á því að barnið megi ekki koma hingað til lands eins og aðrir í fjölskyldunni. Hann segir telpuna illa haldna af söknuði og höfnunartilfinningu og þykir sem velferð barnsins vegi ekki þungt hjá Útlendingastofnun. Guðmundur Valur Stefánsson kynntist konu sinni Adeliu árið 2007 þegar hann var að störfum fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Mósambík. Þau hófu sambúð í janúar 2011 og giftust í desember 2012 og gekk Guðmundur Valur tveimur börnum hennar í föðurstað, þeim Elísasi og svo henni Adeliu litlu, eða Adelinhju eins og hún er kölluð, en hana hafði kona hans tekið að sér nokkrum árum áður eða eftir að bróðir hennar yfirgaf litlu stúlkuna. Guðmundur hóf störf hjá Fiskistofu Íslands á Ísafirði í mars og átti von á því að fjölskyldan gæti sameinast á ný í júní. Þær áætlanir fóru hins vegar á annan veg en stefnt var að. Til að gera langa sögu stutta fengu kona hans og stjúpsonur undirritun dvalarleyfis en ekki litla stúlkan þar sem kona Guðmundar hafði aðeins forsjá yfir henni hafði ekki ættleitt hana formlega. Adelinhja litla þekkir ekki aðra foreldra, blóðforeldrar hennar hafa ekki komið að uppeldi hennar. Í Mósambík tíðkast hins vegar formlegar ekki ættleiðingar ekki líkt og gerist á Íslandi heldur taka ættingjar að sér forsjá barna í svona málum. Viðurkennt er í Mósambík að Adelia hefur forsjá yfir litlu nöfnu sinni en það nægir ekki hér á landi. „Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu en okkur og hefur aldrei átt,“ segir Guðmundur. Adelinhja hefur því verið án foreldra sinna frá því í sumar og dvalist hjá ættingjum. Guðmundur segir hana upplifa sektarkennd og sára höfnunartilfinningu. Blóðforeldar hennar vilji að hún fái að fara til Íslands og því þyki honum vandséð hvað tefji málið. Kona hans geti ekki hugsað sér að vera án dóttur sinnar lengur en geti illa skilið son sinn Elías eftir þar sem hann glímir við þroskaskerðingu eftir að hafa fengið malaríu þegar hann var fjögurra ára. „Útlendingastofnun hefur 90 daga frest. Þessi frestur hófst þegar neitunin kom um að hún fengi ekki dvalarleyfi. Það var í lok júlí þannig 23. október rennur fresturinn út og þá gæti komið ný neitun,“ segir Guðmundur Valur þegar hann er beðinn um að lýsa framvindu mála.Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu áraÍ bréfi frá Útlendingastofnun sem hann afhenti fréttastofu kemur fram til sé „heimild foreldra barnsins til eiginkonu Guðmundar um að hún megi fara með barnið úr landi.“ Það sem virðist flækja málið er að umsókn stúlkunnar fylgja fjögur skjöl sem varða forræði hennar, en þeim ber ekki að fullu saman. Eftirfarandi kemur því fram í bréfi Útlendingastofnunnar. „Í ljósi þeirra gagna sem hér hefur verið vitnað til er það mat Útlendingastofnunar að ekki sé heimilt að afgreiða dvalarleyfi barnsins án frekari rannsóknar, en ekki hefur unnist tími til þess að skoða nánar fyrrgreind skjöl og verður því umsókn að fara í hefðbundna meðferð hjá lögfræðingi stofnunarinnar, þar sem framangreind gögn verða skoðuð nánar og jafnvel óskað frekari gagna sé ástæða til, en það liggur ekki fyrir á þessu stigi málsins.“ Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu ára. Guðmundur segir henni líða mjög illa og gráta sáran. „Við hringjum í hana daglega til að reyna að peppa hana upp en hún upplifir þetta sem alveg ofboðslega afneitun. Það er þannig.“ Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Íslenskur stjúpfaðir lítillar telpu frá Mósambík furðar sig á því að barnið megi ekki koma hingað til lands eins og aðrir í fjölskyldunni. Hann segir telpuna illa haldna af söknuði og höfnunartilfinningu og þykir sem velferð barnsins vegi ekki þungt hjá Útlendingastofnun. Guðmundur Valur Stefánsson kynntist konu sinni Adeliu árið 2007 þegar hann var að störfum fyrir Þróunarsamvinnustofnun Íslands í Mósambík. Þau hófu sambúð í janúar 2011 og giftust í desember 2012 og gekk Guðmundur Valur tveimur börnum hennar í föðurstað, þeim Elísasi og svo henni Adeliu litlu, eða Adelinhju eins og hún er kölluð, en hana hafði kona hans tekið að sér nokkrum árum áður eða eftir að bróðir hennar yfirgaf litlu stúlkuna. Guðmundur hóf störf hjá Fiskistofu Íslands á Ísafirði í mars og átti von á því að fjölskyldan gæti sameinast á ný í júní. Þær áætlanir fóru hins vegar á annan veg en stefnt var að. Til að gera langa sögu stutta fengu kona hans og stjúpsonur undirritun dvalarleyfis en ekki litla stúlkan þar sem kona Guðmundar hafði aðeins forsjá yfir henni hafði ekki ættleitt hana formlega. Adelinhja litla þekkir ekki aðra foreldra, blóðforeldrar hennar hafa ekki komið að uppeldi hennar. Í Mósambík tíðkast hins vegar formlegar ekki ættleiðingar ekki líkt og gerist á Íslandi heldur taka ættingjar að sér forsjá barna í svona málum. Viðurkennt er í Mósambík að Adelia hefur forsjá yfir litlu nöfnu sinni en það nægir ekki hér á landi. „Þetta barn á ekki neina aðra fjölskyldu en okkur og hefur aldrei átt,“ segir Guðmundur. Adelinhja hefur því verið án foreldra sinna frá því í sumar og dvalist hjá ættingjum. Guðmundur segir hana upplifa sektarkennd og sára höfnunartilfinningu. Blóðforeldar hennar vilji að hún fái að fara til Íslands og því þyki honum vandséð hvað tefji málið. Kona hans geti ekki hugsað sér að vera án dóttur sinnar lengur en geti illa skilið son sinn Elías eftir þar sem hann glímir við þroskaskerðingu eftir að hafa fengið malaríu þegar hann var fjögurra ára. „Útlendingastofnun hefur 90 daga frest. Þessi frestur hófst þegar neitunin kom um að hún fengi ekki dvalarleyfi. Það var í lok júlí þannig 23. október rennur fresturinn út og þá gæti komið ný neitun,“ segir Guðmundur Valur þegar hann er beðinn um að lýsa framvindu mála.Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu áraÍ bréfi frá Útlendingastofnun sem hann afhenti fréttastofu kemur fram til sé „heimild foreldra barnsins til eiginkonu Guðmundar um að hún megi fara með barnið úr landi.“ Það sem virðist flækja málið er að umsókn stúlkunnar fylgja fjögur skjöl sem varða forræði hennar, en þeim ber ekki að fullu saman. Eftirfarandi kemur því fram í bréfi Útlendingastofnunnar. „Í ljósi þeirra gagna sem hér hefur verið vitnað til er það mat Útlendingastofnunar að ekki sé heimilt að afgreiða dvalarleyfi barnsins án frekari rannsóknar, en ekki hefur unnist tími til þess að skoða nánar fyrrgreind skjöl og verður því umsókn að fara í hefðbundna meðferð hjá lögfræðingi stofnunarinnar, þar sem framangreind gögn verða skoðuð nánar og jafnvel óskað frekari gagna sé ástæða til, en það liggur ekki fyrir á þessu stigi málsins.“ Adelinhja var átta ára þegar fjölskyldan fór til íslands en varð nýlega níu ára. Guðmundur segir henni líða mjög illa og gráta sáran. „Við hringjum í hana daglega til að reyna að peppa hana upp en hún upplifir þetta sem alveg ofboðslega afneitun. Það er þannig.“
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira