Innlent

Fjölmenn slysa- og björgunaræfing fór fram í dag

Ýmis krefjandi verkefni biðu björgunarmannanna á æfingunni í morgun.
Ýmis krefjandi verkefni biðu björgunarmannanna á æfingunni í morgun.
Í dag fór fram fjölmenn slysa- og björgunaræfing á Ísafjarðarflugvelli á vegum Ísavía, almannavarna og annarra viðbragðsaðila. Æfingin var liður í að samhæfa björgunaraðgerðir ef til flugslyss kemur.

Í morgun var hafist handa við að undirbúa slasaða sem komið var fyrir víðs vegar á hinum ímyndaða slysstað. Það voru síðan ýmis krefjandi verkefni sem biðu björgunarmanna og sjúkraliða. Æfingin þótti takast vel en síðar verður farið yfir niðurstöður með þeim sem tóku þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×