Innlent

Ógnaði dyraverði með hníf

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt.
Töluverður erill var hjá lögreglu í nótt.
Mikið var að gera hjá lögreglu í miðborg Reykjavíkur. Mest var um tilkynningar um hávaða og ölvun. Þó átti sér stað atvik af alvarlegra taginu en maður er talinn hafa ógnað dyraverði með hníf þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í 5 í nótt. Maðurinn var ölvaður þegar atvikið átti sér stað. Hann var vistaður í fangageymslu og verður rætt við hann þegar ástand hans lagast. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögunum.

Fjórar bifreiðar á höfuðborgarsvæðinu voru stöðvaðar í nótt vegna gruns um ölvun við akstur. Einnig var ein bifreið stöðvuð til viðbótar, í Hraunbæ klukkan fjögur í nótt, og grunur leikur á að ökumaður hennar hafi verið undir áhrifum fíkniefna.

Klukkan eitt eftir miðnætti var manneskja handtekin fyrir framan veitingahús í miðbæ Reykjavíkur. Var manneskjan ölvuð og grunuð um ofbeldi gegn lögreglumönnum. Hún var handtekin og vistuð í fangageymslu þangað til hægt verður að ræða við hann.

12 aðilar í fangageymslu þar af 4 í gistingu að eigin ósk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×