Innlent

Hlaupa og efla vitund um krabbamein í kvenlíffærum

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Þátttakendur í Globeathon hlupu af stað klukkan eitt í dag.
Þátttakendur í Globeathon hlupu af stað klukkan eitt í dag. Mynd/365
Líf styrktarfélag blés til hlaups nú í dag klukkan eitt. Þátttakendur fóru af stað í rigningarúða og átta gráðum til þess að efla vitund, þekkingu og rannsóknir á krabbameini í kvenlíffærum. Hlaupið er hluti af alþjóðlegri vitundarvakningu þar sem þátttakendur eru í yfir áttatíu löndum. Á Íslandi geta hlaupagarparnir valið á milli þess að hlaupa 5 eða 10 kílómetra.

Hödd Vilhjálmsdóttir fréttakona er á staðnum og mun fjalla nánar um málið í Kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×