Vímuefnið Mollý: Lögreglan kemur höndum yfir lítið magn Hrund Þórsdóttir skrifar 10. september 2013 18:30 Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær nýtur vímuefnið Mollý, eða MDMA, mikilla vinsælda hjá ungu fólki á Íslandi og má jafnvel tala um tískubylgju. Við ræddum við mann sem stundaði sölu á MDMA í mörg ár og hann hafði meðal annars þetta að segja: „Það eru allir búnir að vera að moka þessu í sig eftir að allir hættu að moka í sig kóki, því kók var cool, en núna er þetta cool.“ Grammið af MDMA dugar í nokkra skammta og segir þessi fyrrum sölumaður efnisins að verðið á því á götunni í dag sé á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en að sögn yfirlæknis á Vogi hefur hún aftur aukist verulega á síðustu tveimur árum og hefur MDMA fíklum á Vogi fjölgað hratt frá árinu 2011. Í grunni Ríkislögreglustjóra er MDMA skráð sem ecstasy og ekki aðgreint frá skyldum efnum, en áhugavert er að skoða tölur yfir magn efnisins sem lagt hefur verið hald á. Á árunum 2006 til 2012 lagði lögreglan minnst hald á 2100 töflur á einu ári, en mest 78.099 stykki. Þó ber að hafa í huga að eitt eða fleiri stór mál geta haft mikil áhrif á tölurnar og hefur skútumálið svokallaða, þar sem lagt var hald á mikið magn efna, til dæmis mikil áhrif á tölur ársins 2007. Á fyrri hluta þessa árs lagði lögregla hins vegar aðeins hald á 54 töflur. Efnin eru ýmist mæld í stykkjatali eða grömmum eftir því hvernig formi þau eru á þegar lagt er hald á þau og sama er uppi á teningnum ef skoðaðar eru tölur yfir haldlögð grömm af efni á duftformi. Árið 2009 sker sig reyndar úr, þegar aðeins var lagt hald á 4,8 grömm en annars var magnið frá 83 og hálfu upp í 14.083,3 grömm á sömu árum. Á fyrri hluta þessa árs náðust aðeins 42 grömm. Samkvæmt heimildum okkar er MDMA mikið notað vímuefni og því líklegt að umtalsvert magn sé í umferð. Því má spyrja sig, af hverju nær lögreglan ekki að leggja hald á meira af því? Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að undanfarnar vikur hafi magn þessa efnis í umferð aukist. Það sé vinsælt inni á skemmtistöðum og hugsanleg skýring á litlu haldlögðu efni sé að lögreglan hafi lítið verið þar í aðgerðum sínum. Hann bendir þó á að undir lok síðasta árs hafi fundist 40 þúsund e töflur í Kaupmannahöfn sem talið er að hafi verið á leið til Íslands. Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær nýtur vímuefnið Mollý, eða MDMA, mikilla vinsælda hjá ungu fólki á Íslandi og má jafnvel tala um tískubylgju. Við ræddum við mann sem stundaði sölu á MDMA í mörg ár og hann hafði meðal annars þetta að segja: „Það eru allir búnir að vera að moka þessu í sig eftir að allir hættu að moka í sig kóki, því kók var cool, en núna er þetta cool.“ Grammið af MDMA dugar í nokkra skammta og segir þessi fyrrum sölumaður efnisins að verðið á því á götunni í dag sé á bilinu 15 til 20 þúsund krónur. Við efnahagshrunið minnkaði notkun þessara efna mikið en að sögn yfirlæknis á Vogi hefur hún aftur aukist verulega á síðustu tveimur árum og hefur MDMA fíklum á Vogi fjölgað hratt frá árinu 2011. Í grunni Ríkislögreglustjóra er MDMA skráð sem ecstasy og ekki aðgreint frá skyldum efnum, en áhugavert er að skoða tölur yfir magn efnisins sem lagt hefur verið hald á. Á árunum 2006 til 2012 lagði lögreglan minnst hald á 2100 töflur á einu ári, en mest 78.099 stykki. Þó ber að hafa í huga að eitt eða fleiri stór mál geta haft mikil áhrif á tölurnar og hefur skútumálið svokallaða, þar sem lagt var hald á mikið magn efna, til dæmis mikil áhrif á tölur ársins 2007. Á fyrri hluta þessa árs lagði lögregla hins vegar aðeins hald á 54 töflur. Efnin eru ýmist mæld í stykkjatali eða grömmum eftir því hvernig formi þau eru á þegar lagt er hald á þau og sama er uppi á teningnum ef skoðaðar eru tölur yfir haldlögð grömm af efni á duftformi. Árið 2009 sker sig reyndar úr, þegar aðeins var lagt hald á 4,8 grömm en annars var magnið frá 83 og hálfu upp í 14.083,3 grömm á sömu árum. Á fyrri hluta þessa árs náðust aðeins 42 grömm. Samkvæmt heimildum okkar er MDMA mikið notað vímuefni og því líklegt að umtalsvert magn sé í umferð. Því má spyrja sig, af hverju nær lögreglan ekki að leggja hald á meira af því? Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, segir að undanfarnar vikur hafi magn þessa efnis í umferð aukist. Það sé vinsælt inni á skemmtistöðum og hugsanleg skýring á litlu haldlögðu efni sé að lögreglan hafi lítið verið þar í aðgerðum sínum. Hann bendir þó á að undir lok síðasta árs hafi fundist 40 þúsund e töflur í Kaupmannahöfn sem talið er að hafi verið á leið til Íslands.
Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira