Innlent

Undrandi Eimskipsmenn

Gunnar Valþórsson skrifar
Eimskipsmenn segja að átta sig á hvaða grunni úrskurðað var um heimildina í upphafi, eða í hverju meint brot félagsins eiga að hafa falist.
Eimskipsmenn segja að átta sig á hvaða grunni úrskurðað var um heimildina í upphafi, eða í hverju meint brot félagsins eiga að hafa falist.
Stjórnendur Eimskipafélagsins segjast hafa óskað eftir því til héraðsdóms Reykjavíkur að þeir fái aðgang að þeim upplýsingum sem lágu að baki húsleitarbeiðni Samkeppniseftirlitsins en eftirlitið gerði ítarlega leit hjá félaginu í vikunni.

Í tilkynningu frá Eimskip segir að enn hafi ekki verið orðið við þeirri beiðni, og því sé Eimskip ómögulegt á þessari stundu að átta sig á hvaða grunni úrskurðað var um heimildina í upphafi, eða í hverju meint brot félagsins eiga að hafa falist. Í ljósi þessa sé félagið ekki í stöðu til að tjá sig um málið umfrað það sem þegar hefur verið gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×