Innlent

Enn eitt áfallið hjá Bon Jovi

Tico Torrs trommuleikari Bon Jovi lagður inn á spítala.
Tico Torrs trommuleikari Bon Jovi lagður inn á spítala. nordicphotos/getty
Enn eitt áfallið hefur komið upp hjá Bon Jovi, en trommuleikari sveitarinnar var lagður inn á spítala á dögunum. Samkvæmt heimildum Rolling Stone tímaritsins, þurfti að fjarlægja botnlanga trommuleikarans og hefur hljómsveitin þurft að fresta nokkrum tónleikum sökum þess.



Söngvarinn Jon Bon Jovi tilkynnti þetta á vefsíðu hljómsveitarinnar og baðst afsökunnar á þeim óþægindum sem hafa skapast er varða tónleika frestanir.



Gítargoðsögnin, Richie Sambora yfirgaf Bon Jovi-flokkinn ekki alls fyrir löngu eftir þrjátíu ára samstarf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×