Innlent

Veghefill bakkaði upp á fólksbifreið

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Á myndunum má sjá hvar tennur sem eru aftan á vegheflinum gengu í gegnum framrúðuna bílstjóramegin
Á myndunum má sjá hvar tennur sem eru aftan á vegheflinum gengu í gegnum framrúðuna bílstjóramegin Mynd/budardalur.is
Veghefill bakkaði upp á fólksbifreið skammt sunnan við bæinn Breiðabólsstað við rætur Bröttubrekku í morgun.



Þetta kemur fram á vefmiðlinum budardalur.is.



Mildi þykir að ekki hafi orðið slys á fólki en svo virðist vera sem veghefilsstjórinn, sem vinnur við að rífa upp klæðningu á stuttum vegarkafla á svæðinu, hafi ekki séð fólksbifreiðina sem var á vesturleið og bakkaði hann því upp á bifreiðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×