Innlent

Hershöfðingi í Háskóla Íslands

Gunnar Valþórsson skrifar
Danski hershöfðinginn Bartels er enginn aufúsugestur í huga ungra VG-liða.
Danski hershöfðinginn Bartels er enginn aufúsugestur í huga ungra VG-liða.
Formaður hermálanefndar NATO, Knud Bartels, hershöfðingi kemur fram á fundi í Háskóla Íslands í dag þar sem hann ræðir um stöðu bandalagsins á því breytingaskeiði sem verið hefur frá lokum kalda stríðsins.

Bartels hershöfðingi er formaður hermálanefndar NATO og þar með æðsti hermálafulltrúi bandalagsins. Hann var áður æðsti yfirmaður danska hersins. Fundurinn verður í Norræna húsinu og hefst klukkan tíu en af þessu tilefni hafa Ung Vinstri Græn boðað til mótmæla fyrir utan Norræna húsið áður en fundurinn hefst. Í yfirlýsingu segist hópurinn vilja vekja athygli á því sem þau kalla raunverulegri starfsemi NATÓ, sem hafi staðið fyrir óforskammaðri hernaðarhyggju og stríðsbrölti gegn þjóðum heims í nafni lýðræðis og mannúðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×