Flugvöllurinn sem hvarf Karl Hinrik Jósafatsson skrifar 5. september 2013 06:00 Árum saman hefur staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið mikið hitamál og ýmsar ólíkar skoðanir komið fram um framtíð hans. Þessa stundina virðast flestir horfa eingöngu á tvo möguleika, þ.e. að annaðhvort verði flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni eða að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Að mínu mati eru margir ókostir við báðar þessar hugmyndir og því langar mig að benda á aðra lausn sem gæti komið okkur út úr þeirri sjálfheldu sem málið er nú fast í. Það væri mikill kostur ef hægt væri að finna lausn á flugvallarmálinu sem allir gætu sætt sig við. Hugmyndin sem ég vil leggja til hefur ekki verið skoðuð áður, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem birtist hér. Áður fyrr hefur sá möguleiki verið skoðaður að setja nýjan flugvöll á uppfyllingu úti í Skerjafirði en mörgum finnst sú lausn of dýr. Útgáfan sem ég vil leggja til er mun ódýrari, hugsanlega helmingi ódýrari. Hún felst í því að sleppa uppfyllingunni að mestu en reisa í staðinn stífluveggi sem ramma flugbrautirnar inn og halda sjónum úti. Til þess að búa til þurrt svæði í Skerjafirðinum fyrir tvær flugbrautir þarf aðeins að reisa um sjö kílómetra af stífluveggjum. Flugbrautirnar sjálfar yrðu tveimur til þremur metrum undir sjávarmáli. Einhverjir gætu haldið að það sé stórhættulegt að fara þessa leið, vegna hættu á að sjórinn myndi flæða yfir flugvöllinn, en til að svara þeim áhyggjum nægir að benda á að ríflega helmingur af yfirborði Hollands er undir sjávarmáli. Schiphol-flugvöllur er t.d. þremur metrum undir sjávarmáli en hann er í fjórða sæti yfir umferðarmestu flugvelli Evrópu. Það ætti ekki að vera mikið mál að dæla út sjónum af þessu litla svæði sem flugbrautirnar myndu taka í Skerjafirðinum og halda þeim þurrum. Flugstöðin yrði aftur á móti á uppfyllingu, enda tekur hún mun minna pláss en flugbrautirnar. Stífluveggirnir yrðu hafðir nógu háir til þess að öldugangur í verstu veðrum næði ekki yfir stífluna. Það hefði auk þess í för með sér að flugvöllurinn sæist varla frá íbúðarsvæðum í nágrenninu. Hugsanlega væri hægt að sjá í stél stærstu flugvéla, allt annað væri í hvarfi á bak við stíflurnar. Veggirnir myndu einnig draga mikið úr öllum hávaða frá flugvélunum. Þegar sú hugmynd kom upphaflega fram að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörðinn lýstu einhverjir yfir áhyggjum vegna sjávarseltu og töldu að hún hefði slæm áhrif á flugvélarnar. Til að svara því vil ég benda á að margir flugvellir eru við sjó eða liggja að hluta til úti í sjó á uppfyllingu. Staðir þar sem þetta á við eru t.d. San Francisco, Tókíó, San Diego, New York, Boston, Kansai og Madeira. Ekki hef ég heyrt að sjávarseltan sé stórt vandamál við þessa flugvelli. Auk þess eru flugvélarnar ekki nema lítinn hluta af tímanum á flugvellinum, mestallan tímann eru þær á flugi milli áfangastaða. Kostirnir við að setja Reykjavíkurflugvöll út í Skerjafjörðinn eru margir: • Flestir landsmenn og höfuðborgarbúar gætu sætt sig við þessa lausn. • Umhverfisraskið er lítið, aðeins brot af Skerjafirðinum færi undir flugbrautir. • Flugvöllurinn sæist varla frá nágrenninu og hávaðinn yrði lítill. • Sjúkraflug yrði áfram í Reykjavík. • Uppbygging í Vatnsmýrinni getur hafist. • Vegtenging yfir á Álftanes kæmi í framhaldi af stífluveggnum sem yrði innst í Skerjafirðinum, hvort sem það yrði gert með brú eða örstuttum göngum. Þetta er mikið öryggisatriði fyrir íbúa í vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarness. Auk þess myndi þessi vegtenging stytta leiðina að flugvellinum fyrir alla þá sem búa vestan við Reykjavík. • Hægt væri að stækka flugvöllinn í Skerjafirði síðar meir, ef sátt næðist um það, þannig að hann nýttist sem millilandaflugvöllur. Frá því að umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hófst hef ég verið á þeirri skoðun að hann eigi að fara úr Vatnsmýrinni en alls ekki fara af höfuðborgarsvæðinu. Þessi hugmynd er lögð fram til þess að benda á að til eru fleiri leiðir en þær sem helst er rætt um þessa dagana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Árum saman hefur staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið mikið hitamál og ýmsar ólíkar skoðanir komið fram um framtíð hans. Þessa stundina virðast flestir horfa eingöngu á tvo möguleika, þ.e. að annaðhvort verði flugvöllurinn áfram í Vatnsmýrinni eða að innanlandsflugið verði flutt til Keflavíkur. Að mínu mati eru margir ókostir við báðar þessar hugmyndir og því langar mig að benda á aðra lausn sem gæti komið okkur út úr þeirri sjálfheldu sem málið er nú fast í. Það væri mikill kostur ef hægt væri að finna lausn á flugvallarmálinu sem allir gætu sætt sig við. Hugmyndin sem ég vil leggja til hefur ekki verið skoðuð áður, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem birtist hér. Áður fyrr hefur sá möguleiki verið skoðaður að setja nýjan flugvöll á uppfyllingu úti í Skerjafirði en mörgum finnst sú lausn of dýr. Útgáfan sem ég vil leggja til er mun ódýrari, hugsanlega helmingi ódýrari. Hún felst í því að sleppa uppfyllingunni að mestu en reisa í staðinn stífluveggi sem ramma flugbrautirnar inn og halda sjónum úti. Til þess að búa til þurrt svæði í Skerjafirðinum fyrir tvær flugbrautir þarf aðeins að reisa um sjö kílómetra af stífluveggjum. Flugbrautirnar sjálfar yrðu tveimur til þremur metrum undir sjávarmáli. Einhverjir gætu haldið að það sé stórhættulegt að fara þessa leið, vegna hættu á að sjórinn myndi flæða yfir flugvöllinn, en til að svara þeim áhyggjum nægir að benda á að ríflega helmingur af yfirborði Hollands er undir sjávarmáli. Schiphol-flugvöllur er t.d. þremur metrum undir sjávarmáli en hann er í fjórða sæti yfir umferðarmestu flugvelli Evrópu. Það ætti ekki að vera mikið mál að dæla út sjónum af þessu litla svæði sem flugbrautirnar myndu taka í Skerjafirðinum og halda þeim þurrum. Flugstöðin yrði aftur á móti á uppfyllingu, enda tekur hún mun minna pláss en flugbrautirnar. Stífluveggirnir yrðu hafðir nógu háir til þess að öldugangur í verstu veðrum næði ekki yfir stífluna. Það hefði auk þess í för með sér að flugvöllurinn sæist varla frá íbúðarsvæðum í nágrenninu. Hugsanlega væri hægt að sjá í stél stærstu flugvéla, allt annað væri í hvarfi á bak við stíflurnar. Veggirnir myndu einnig draga mikið úr öllum hávaða frá flugvélunum. Þegar sú hugmynd kom upphaflega fram að flytja flugvöllinn út í Skerjafjörðinn lýstu einhverjir yfir áhyggjum vegna sjávarseltu og töldu að hún hefði slæm áhrif á flugvélarnar. Til að svara því vil ég benda á að margir flugvellir eru við sjó eða liggja að hluta til úti í sjó á uppfyllingu. Staðir þar sem þetta á við eru t.d. San Francisco, Tókíó, San Diego, New York, Boston, Kansai og Madeira. Ekki hef ég heyrt að sjávarseltan sé stórt vandamál við þessa flugvelli. Auk þess eru flugvélarnar ekki nema lítinn hluta af tímanum á flugvellinum, mestallan tímann eru þær á flugi milli áfangastaða. Kostirnir við að setja Reykjavíkurflugvöll út í Skerjafjörðinn eru margir: • Flestir landsmenn og höfuðborgarbúar gætu sætt sig við þessa lausn. • Umhverfisraskið er lítið, aðeins brot af Skerjafirðinum færi undir flugbrautir. • Flugvöllurinn sæist varla frá nágrenninu og hávaðinn yrði lítill. • Sjúkraflug yrði áfram í Reykjavík. • Uppbygging í Vatnsmýrinni getur hafist. • Vegtenging yfir á Álftanes kæmi í framhaldi af stífluveggnum sem yrði innst í Skerjafirðinum, hvort sem það yrði gert með brú eða örstuttum göngum. Þetta er mikið öryggisatriði fyrir íbúa í vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarness. Auk þess myndi þessi vegtenging stytta leiðina að flugvellinum fyrir alla þá sem búa vestan við Reykjavík. • Hægt væri að stækka flugvöllinn í Skerjafirði síðar meir, ef sátt næðist um það, þannig að hann nýttist sem millilandaflugvöllur. Frá því að umræðan um framtíð Reykjavíkurflugvallar hófst hef ég verið á þeirri skoðun að hann eigi að fara úr Vatnsmýrinni en alls ekki fara af höfuðborgarsvæðinu. Þessi hugmynd er lögð fram til þess að benda á að til eru fleiri leiðir en þær sem helst er rætt um þessa dagana.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun