Gunnar Nelson þræddi ættarmót í sumar Jón Júlíus Karlsson skrifar 5. september 2013 13:28 Gunnar Nelson er mættur til æfinga á ný eftir meiðsli. Mynd/Páll Bergmann. Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo. MMA Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Sjá meira
Bardagakappinn Gunnar Nelson er mættur aftur til æfinga eftir að hafa tekið því rólega í sumar. Gunnar varð fyrir meiðslum á hné í vor og fór í speglun. Hann átti að vera frá í nokkrar vikur en ákvað að taka sumarfrí í kjölfarið og hefur því náð sér að fullu af hnémeiðslum. Gunnar segist vera endurnærður eftir gott sumarfrí. „Ég er mættur aftur til æfinga eftir frí í sumar,“ sagði Gunnar í samtali við Vísi.is. „Ég tók því mjög rólega í sumar og er eiginlega búinn að vera í þriggja mánaða sumarfríi. Ég hef verið að þræða ættarmót í allt sumar. Ég finn ekki fyrir neinum verkjum og er farinn að æfa á fullu á ný.“ Gunnar þurfti að hætta við þátttöku í UFC bardagakvöldi sem fram fór í Las Vegas í vor en þar átti Gunnar að vera eitt aðalnúmerið. Gunnar veit ekki hvenær hann muni keppa næst en býst við bardaga í lok þessa árs. „Það er ekkert komið í ljós ennþá en ég tel líklegt að það verði í lok árs. Vanalega gerist þetta mjög fljótt og við erum að horfa til nóvember/desember. Ég er mjög spenntur og er farinn að æfa af krafti.“Mikill uppgangur hefur verið hjá Mjölni á síðustu árum og hefur góður árangur Gunnars í UFC haft jákvæð áhrif. Nýverið stækkaði Mjölnir aðstöðu sína í Héðinshúsi í Vesturbænum og tók í noktun fjórða salinn. Nú er meðal annars boðið upp á Mjölnis-jóga sem hefur vakið athygli. Gunnar segir aðstöðu félagsins eina þá bestu í Evrópu. „Við erum eina bestu MMA stöð sem ég hef séð. Það hefur orðið gríðarleg fjölgun iðkenda og hópurinn hefur þjappast enn betur saman. Það er hrikalega góður andi hjá Mjölni. Það er líka mikil stemmning í ljósi þess að það eru nokkrir félagar að fara til Dublin á sterkt alþjóðlegt mót og við erum alltaf að verða betri. Ég finn að þessir keppendur sem eru að fara til Dublin hafa bætt sig gríðarlega í sumar.“ Meðal keppenda í Dublin á þann 14. september næstkomandi verður Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Hún verður fyrsta konan til að keppa fyrir Mjölni í blönduðum bardagalistum. Auk Sunnu muni fjórir íslenskir karlkeppendur taka þátt í mótinu, Euro Fight Night, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í myndbandinu hér að neðan má sjá frá æfingu í Mjölni þar sem Gunnar Nelson ásamt fleirum taka æfingu í Padsa. Jón Viðar hjá Mjölni sá um upptöku og frágang. Padsa-vinna í Mjölni (2013) from Mjolnir MMA on Vimeo.
MMA Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Sjá meira