Innlent

Guðlaugur Þór kemur af fjöllum um niðurskurð til Kvikmyndasjóðs

Ólöf Skaftadóttir skrifar
„Ég kem algjörlega af fjöllum“ segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem á sæti í hagræðingarhóp ríkisstjórnarinnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum um frétt Morgunblaðsins um að 40 prósent niðurskurður til Kvikmyndasjóðs Íslands sé til skoðunar. Vísir fjallar um málið í dag. 

Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi, segir óviðunandi að ríkisstjórnin hyggist skera niður í Kvikmyndasjóði.

„Þessi málaflokkur hefur ekki verið sérstaklega ræddur hjá hagræðingarhópnum,“ heldur Guðlaugur Þór áfram. 

„Ég veit ekkert um þetta mál og þetta eru spurningar sem ættu að beinast að einhverjum öðrum. Þetta mál er ekki á okkar borð,“ segir Guðlaugur, jafnframt.

„Hugmyndin er sú að hagræðingarhópurinn fari í kerfisbreytingar, en ekki mikið í einstaka liði. Við ræðum alla hluti, en hjá einstökum ráðuneytum er verið að ganga frá fjárlagatillögum og það er ríkisstjórn sem kemur fram með fjárlögin. Við erum ekki að semja fjárlagafrumvarpið,“ segir Guðlaugur Þór að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×