"Að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna“ Ólöf Skaftadóttir skrifar 9. september 2013 11:15 Friðrik Þór Friðriksson „Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
„Það er óviðunandi að búa við svona umhverfi, fyrir hvaða atvinnugrein sem er,“ segir Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaleikstjóri og -framleiðandi um nýleg tíðindi þess efnis að ríkisstjórn hafi til skoðunar að minnka framlög til Kvikmyndasjóðs um 40 prósent. „Síðasta ríkistjórn skar kvikmyndasjóð heiftarlega niður - en eftir að fjármagnið var aftur aukið hefur orðið 238 prósent veltuaukning í kvikmyndaframleiðslu – þá eru myndbönd og sjónvarpsefni tekin með. Fjölgun ársverka voru tæplega sex hundruð,“ segir Friðrik, jafnframt. „Þetta getur hver maður séð - þetta eru heimildir frá Hagstofu,“ bætir hann við. „Síðan er erlend fjárfesting í kvikmyndaverkum langt yfir milljarði þannig að tekjur ríkisins – af hækkuninni – verður reiknaður upp á 1,2 milljarða rúmlega,“ segir Friðrik. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð fjármagnaða eftir ákveðinni formúlu. „Þegar Kvikmyndasjóður kemur með framlag þá þurfum við að leita að erlendu fjármagni eða innlendu, frá einkaaðilum, til að fjármagna gerð kvikmyndarinnar,“ útskýrir Friðrik. „Þannig að að skera niður í Kvikmyndasjóði er eins og að skjóta mjólkurkúna,“ segir hann. Friðrik segir íslenska kvikmyndagerð nánast einu atvinnugreinina sem er að koma með nýtt erlent fjármagn inn í landið, sem hefur ekki áður verið í íslensku hagkerfi. „Svo getum við talað um þann tekjustofn ríkisins sem er ferðamannaiðnaðurinn. Aukningu ferðamanna til landsins má að stórum hluta rekja til þess hvað þessar stjörnur sem eru hérna í tökum hafa auglýst landið, á samfélagsmiðlum og í spjallþáttum og þar fram eftir götunum,“ segir Friðrik. „Það er ekki hægt að setja verðmat á það,“ bætir hann við. Friðrik segir íslensku myndirnar einnig hafa mikið aðdráttarafl. „Hross í Oss er til dæmis á leiðinni í heimsreisu, á hátíðir um allan heim. Þetta er svona mynd sem á örugglega eftir að trekkja erlenda ferðamenn til landsins,“ segir Friðrik. „Ég bara trúi ekki að þessi ríkisstjórn fatti það ekki að mjólkurkýr, góðar kýr, verða að lifa og fá að dafna,“ segir Friðrik að lokum.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira