Væntingar Hagsmunasamtaka heimilanna til ríkisstjórnarinnar dvína Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2013 14:35 Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin stöðvi nú þegar nauðungarsölu á húseignum fólks með lán sem dæmd hafi verið ólögleg og stöðvi Umboðsmann skuldara í því að bera fólk út af heimilum sínum. Samtökin lengir eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í dag eru 100 dagar frá því ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum. Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna segir að ríkisstjórnin hafi brugðist þeim loforðum sem stjórnarflokkarnir gáfu í kosningabaráttunni í vor. „Já, þeir hafa brugðist að því leitinu til að það er ekkert komið fram sem þeir töluðu um og lofuðu í kosningabaráttunni. Það er búið að setja nefndir og setja nefndir til að fylgjast með nefndunum og alls konar hluti, en ekkert komið fram. Sérstaklega finnst okkur athugavert að ekki sé búið að stöðva nauðungarsölu og gjaldþrot á meðan beðið er boðaðra aðgerða,“ segir Vilhjálmur. Það hefði ríkisstjórnin átt að vera búin að gera fyrir löngu vegna lána sem búið sé að dæma ólögleg. „Það þarf líka að stöðva umboðsmann skuldara í að henda fólki út af heimilum sínum á sama grundvelli. Hann er að því núna í stórum stíl að henda fólki út úr húsum sínum og þá fer fólk bara á hreppinn eins og kallað er,“ segir Vilhjálmur. Svo þurfi að gera þeim sem gerðir hafi verið gjaldþrota mögulegt að taka mál þeirra upp að nýju þegar búið sé að dæma lán sem hvíldu á eignum þeirra ólögleg.Hefur ríkisstjórnin valdið ykkur vonbrigðum, eða hafið þið enn trú á að hún muni standa við loforðin?„Ég verð að viðurkenna fyrir mína hönd alla vega að ég hef trú á að þeir vilji gera þetta, ætli sér að gera þetta og ég vona að þeir ætli sér að gera þetta. En vissulega minkar vonin, trúin og væntingarnar þegar jafn sjálfsagður hlutur eins og að stöðva nauðungarsölu og gjaldþrot á meðan verið er að bíða eftir aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir að fólk jafnvel þurfi að fara í gjaldþrot. Það er mjög sérstakt að stöðva það ekki.Sérstaklega í ljósi þess að það er ekki hægt að fá til baka nauðungarsölu og gjaldþrot eins og lögin eru í dag,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að ríkisstjórnin stöðvi nú þegar nauðungarsölu á húseignum fólks með lán sem dæmd hafi verið ólögleg og stöðvi Umboðsmann skuldara í því að bera fólk út af heimilum sínum. Samtökin lengir eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Í dag eru 100 dagar frá því ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks tók við völdum. Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna segir að ríkisstjórnin hafi brugðist þeim loforðum sem stjórnarflokkarnir gáfu í kosningabaráttunni í vor. „Já, þeir hafa brugðist að því leitinu til að það er ekkert komið fram sem þeir töluðu um og lofuðu í kosningabaráttunni. Það er búið að setja nefndir og setja nefndir til að fylgjast með nefndunum og alls konar hluti, en ekkert komið fram. Sérstaklega finnst okkur athugavert að ekki sé búið að stöðva nauðungarsölu og gjaldþrot á meðan beðið er boðaðra aðgerða,“ segir Vilhjálmur. Það hefði ríkisstjórnin átt að vera búin að gera fyrir löngu vegna lána sem búið sé að dæma ólögleg. „Það þarf líka að stöðva umboðsmann skuldara í að henda fólki út af heimilum sínum á sama grundvelli. Hann er að því núna í stórum stíl að henda fólki út úr húsum sínum og þá fer fólk bara á hreppinn eins og kallað er,“ segir Vilhjálmur. Svo þurfi að gera þeim sem gerðir hafi verið gjaldþrota mögulegt að taka mál þeirra upp að nýju þegar búið sé að dæma lán sem hvíldu á eignum þeirra ólögleg.Hefur ríkisstjórnin valdið ykkur vonbrigðum, eða hafið þið enn trú á að hún muni standa við loforðin?„Ég verð að viðurkenna fyrir mína hönd alla vega að ég hef trú á að þeir vilji gera þetta, ætli sér að gera þetta og ég vona að þeir ætli sér að gera þetta. En vissulega minkar vonin, trúin og væntingarnar þegar jafn sjálfsagður hlutur eins og að stöðva nauðungarsölu og gjaldþrot á meðan verið er að bíða eftir aðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir að fólk jafnvel þurfi að fara í gjaldþrot. Það er mjög sérstakt að stöðva það ekki.Sérstaklega í ljósi þess að það er ekki hægt að fá til baka nauðungarsölu og gjaldþrot eins og lögin eru í dag,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent