Lífið

Ég elska að vera þrítug

Leikkonan Kate Bosworth opnar sig í viðtali við The Edit. Hún trúlofaðist kærasta sínum Michael Polish í fyrra og segist afar sátt við lífið.

“Ég elska að vera þrítug því ég hef komist á stað þar sem ég get litið yfir líf mitt. Ég hef lært það af Michael að það geti verið gott að vera berskjaldaður, allavega í listrænum aðstæðum,” segir Kate.

Glæsileg.
Myndirnar sem fylgja viðtalinu voru teknar af ljósmyndaranum Koray Birand og klæðist Kate flíkum frá tískurisum á borð við Lanvin, Miu Miu, Dolce & Gabbana, Gucci og Fendi. Kate kynntist Michael þegar hann leikstýrði henni í Big Sur árið 2011. Þau eru yfir sig ástfangin og ætla að gifta sig á næsta ári.

Kate er sátt við lífið.
“Við smullum saman á mörgum sviðum. Mér fannst eins og við hefðum þekkst alla ævi þó hann sé tólf árum eldri en ég. Hann er mér frábær lærimeistari á listasviðinu.”

Gifta sig á næsta ári.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.