Lífið

Opnar sig um vímuefnavandann

Chloe Lattanzi, 27 ára, er dóttir leik- og söngkonunnar Oliviu Newton-John sem sló í gegn sem Sandy í Grease árið 1978. Chloe hefur gengið í gegnum margt og segir það mikið álag að alast upp í sviðsljósinu.

Chloe hefur eytt síðustu sjö mánuðum í svokölluðu edrúhúsi þar sem hún sækir sér sálfræðihjálp í fimm klukkutíma á dag til að ná tökum á vímuefnafíkn sinni. Í viðtali við Women’s Day segir hún fíknina hafa náð völdum á sér þegar hún flutti til Los Angeles og eyddi hún allt að sjö þúsund krónum í kókaín á dag.

Mæðgur á góðri stundu.
“Ég var undir miklu álagi þegar ég var að alast upp því ég var dóttir frægrar konu. Þá á maður ekki venjulega barnæsku og ekkert svigrúm til að gera mistök og finna sig í lífinu því allir eru að horfa á þig. Ég byrjaði að djamma, drakk öll kvöld og fyrr en varði byrjaði ég að nota kókaín. Allur ótti og þunglyndi hvarf þegar ég tók þessa blöndu,” segir Chloe sem þurfti að fresta brúðkaupi sínu og jit-jitsu-kennarans James Driskills vegna vandans. Nú er hún hins vegar á batavegi.

Með mömmu, stjúpföður sínum John Easterling og unnusta sínum.
“Í fyrsta sinn á ævinni er ég vongóð. Ég er mjög stolt af því hve langt ég er komin. Fjölskyldan mín og James eru líka stolt.”

Chloe er einkadóttir Oliviu en faðir hennar er leikarinn Matt Lattanzi.
Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.